Maður var svona að hugsa málið með þessa stjörnugjöf á mp3 fælana.
Er þetta kerfi að ganga?

Það er heil hellingur af skrám þarna inni af mismunandi gæðum auðvitað en samt fullt af góðri tónlist………….samt eru bara tvö lög sem slefa í þrjár stjörnur……..allt hitt er í 1 til 2 stjörnum.
Þótt að ég geti ekki sagt til um smekk aðra hérna á huga þá hlýtur maður að hugsa hvort þessi stjörnugjöf sé að heilum hug eða hvort það sé einhvað lið að gefa öllu eina stjörnu af því það er í fýlu.

Margir mundu kannski halda að maður væri bitur út af því að lag sem maður hefði gert væri að fá slæma útreið….nei þetta er ekki gert út af því.
Mér finnst bara tilgangslaust að hafa stjörnugjöf sem seygir manni ekki neitt.

Þess vegna legg ég til að það verði notandanafn birt og stjörnugjöf þess notanda þegar maður skoðar lögin………….eða þá bara sleppa þessum stjörnum.
Þá getur maður séð hvort einhver með áhuga á raftónlist hafi verið að gefa stjörnur eða bara einhver sem villtist hérna inn.<br><br><i>
“It was only four tracks on the machine, but i was picking up twenty from the extra terrestrial squad”
Lee Perry</i
www.myspace.com/mnoise