jæja… ég las rúmlega hundrað pósta hérna áðan þar sem þið voruð að drulla yfir sóleyju greyið, og ég verð eiginlega bara að taka upp hanskann fyrir hana.



Ég hef heyrt sóleyju bítmixa, og það ágætlega.

Miðað við undarlegu græjurnar sem hún spilar á þá er það talsvert afrek. Auk þess er hún að spila tónlist sem er á sviðinu 60 - 120 bpm, þannig að hún þyrfti að raða upp prógrammið sitt í þannig röð að lögin dyttu saman í takt, frekar en í þeirri röð sem er líklegust til að skapa stemmningu.

Það er hvergi skrifað í stein að plötusnúðar þurfi að spila vínyl. það er bara það vitlausasta sem ég hef heyrt ivar666 segja (þó hann sé nú mikill viskubrunnur og gáfnaljós).. ég veit ekki um neina almennilega dans-plötusnúða sem eru ekki með pioneer geisla, einn eða tvo, við hliðiná SL-1210 plötuspilurum sínum.

Plötusnúður sem er spáir meira í tækniatriðum eins og bítskiptingum en tónlistarlegu samhengi og stemmningu er ekki góður plötusnúður. Plötusnúður sem setur það sem skilyrði að spila tónlist af einni tegund af plasti frekar en annari en minnist ekki orði á stemmninguna er ekki alveg að fatta hvað þessir hlutir eiga að snúast um.

DJ Sóley er ekki popp plötusnúður. Popp plötusnúður spilar playlistið á FM og hikar ekki við að spila scooter eða sálina til að rífa stemmninguna í gang. Sóley spilar R & B, og hefur gert það alla tíð, allt frá því þegar þessi tónlist var ekkert inná FM, á meðan aðrir plötusnúðar á þessum lista hafa verið að flakka milli tónlistarstefna hefur allavega haldið sínu striki.

Til hamingju sóley með verðlaunin, til hamingju X og Undirtónar með vel heppnaða verðlaunahátíð!