Ótrúlegt væl er þetta í “alvöru” plötusnúðum landsins.

Í Tónlistarverðlaunum RadioX og Undirtóna var ákveðið að láta fjöldann velja, enda er það eina lýðræðislega kosningaraðferðin sem til er. RadioX og Undirtónar tilnefndu 5 plötusnúða, sem allir þóttu skara framúr hvað varðar vinsældir og hæfileika til þess að skemmta fólki. Það var ekki verið að velja fólk eftir tækni, getur til að skratza eða hverskonar tónlist þeir voru að spila.

Tilnefningarnar voru viðurkenning frá RadioX og Undirtónum. Þar með var hlutverki miðlanna lokið hvað varðar þessa kosningu. Við tók kosning á netinu, þar sem almenningur gat kosið þann plötusnúð sem þeim fannst hafa staðið uppúr á árinu. Hvað það er sem fólk er að miða við í sínu vali er þeirra einkamál. En niðurstaðan varð, eftir mjög jafna kosningu að Sóley var með fleiri atkvæði en aðrir plötusnúðar.

Kosning á Sóley var val fólksins. Þið getið vel sagt að fólk sé fífl og allt það. En Sóley var tilnefnd af okkur og það þíðir að okkur finnst hún hafa átt það skilið að vinna þessi verðlaun.

Hefðu einhverjir aðilar hér verið ánægðari með það ef við hefðum tilnefnt plötusnúðana og á sama tíma ákveðið sjálfir hver myndi vinna. Þá myndum við verða eins og Íslensku Tónlistarverðlaunin sem eru í engu samræmi við vilja fólksins.

Reynið að sýna smá þroska. Hver á svosem að dæma um það hver sé besti/vinsælasti plötusnúðurinn. Og af hverju ætti skoðun viðkomandi að vera betri/mikilvægari en kosning fólksins.

kv. Ísar Logi Arnarsson // Undirtónar

*hóst*fáviti*hóst*!!
<br><br>Drop the zero,and be with a hero!!
-vanilla ice-
Dont hate the player, hate the game…