Eitt flottasta lag sem ég hef heyrt um mína daga er seinna lagið á Orbital-smáskífunni “The Box”. Það stendur ekkert á koverinu um lagið, né heldur á disknum sjálfum svo þar eru engar upplýsingar að finna. Hins vegar er ég svo heppinn að eiga eintak af þessum dásamlega single og get því hlustað þegar ég vil…en er samt fjári forvitinn í að vita hvað snilldin heitir! Má vera að lagið The Box hafi komið út á nokkrum mismunandi smáskífum, en þessi inniheldur aðeins tvö lög: The Box í sömu útgáfu og það kemur fyrir á breiðskífunni In Sides frá '96, og svo þetta ótrúlega lag. Hulstrið er drapplitað með mynd af litlu húsi. Vill ekki einhver fróður maður upplýsa mig svo a)ég geti sofið rólegur og b) allir þeir sem hafa gaman af brilliant raftónlist geti kynnst þessari dásemd.
Bíð spenntur eftir að heyra frá ykkur…