Hér er þetta í punktaformi ásamt svörum við þær spurningar sem hafa komið
fram. Vona að þetta skýri málið alveg. Þessi atburður er aðeins flóknari og
fjölbreyttari en venjulegir tónleikar í höllinni.

• Miðaverð er 5.500 kr. Innifalið er aðgangur á alla atburði inná dagskrá
Airwaves (www.destiny.is/dagskra). Það gildir einnig um ElektroLux kvöldið
sem er á Gauknum, Hip-hop kvöldið daginn áður og sv. frv….

• Miðaverð í höllina eina og sér er 5.500 kr. Allir hinir atburðirnir fylgja með í
kaupbæti ;)

• Miðaverða á atburði án armbands er á bilinu 800-1500 stk. Fólk með
armbönd ganga fyrir og einungis selt aukalega ef húsrúm leyfir

• 18 ára aldurstakmark er á alla atburði á dagskrá. Eina undantekningin er að
þegar ElektroLux kvöldið hefst kl. 01:00 á Gauknum á föstudagskvöldið tekur
við eðlilegt aldurstakmark Gauksins. Þeir sem eru þá þegar inní húsinu geta
verið þar áfram.

• Miðasala er í verslunum TALs og hún er hafin.

• Það munu bætast við fleiri atburðir í dagskránna. Við kaup á miða er tekin
niður e-mail addressa til að senda breytingar og partý sem verða ekki tilkynnt
fyrr en á síðustu stundu. Það verða óvæntir leyniatburðir sem eðli síns vegna
má ekki auglýsa.

Þökk sé myndarlegum styrk Reykjavíkur er hægt að hafa þessa hátíð eins og
raun ber vitni og miðaverð eins lágt og það er. Hér er verið að tala um 20
tónleika, 4 klúbbakvöld og risatónleika í höllinni allt á einungis 5.500 kr.

Fram koma um 70 listamenn og hljómsveitir, þar af a.m.k. 10 erlendar
hljómsveitir og plötusnúðar. Kíkið á www.destiny.is/dagskra. Þar er hægt að
lesa sér til um hljómsveitir og downlóda heilum helling af MP3 skrám.

friður og ást,
swiiiiiing,