Xploding Plastix á Airwaves Airwaves hátíðin í ár verður sú laaaaang stærst hingað til. Allir þekkja Fat Boy
Slim, Darren Emerson, The Hives og fleiri… færri þekkja líklega norsku
raftónlistarmennina og snillingana Xploding Plastix…

Fáar þjóðir hafa náð eins góðum tökum á danstónlistinni og Norðmenn. Þaðan
koma margir frábærir tónlistarmenn á því sviði nú um stundir, hvort sem það
er í naumhyggjulegri tilraunamennsku eins og Biosphere, tilraunakenndri
geggjun eins og Kaada, seiðandi tölvupoppi eins og Röyksopp eða vellandi
djasshouse eins og Xploding Plastix.

Xploding Plastix er hugarfóstur Óslóarbúanna Jens Petter Nilsens og Hallvard
Hagens. Þeir eru báðir dansvinir að upplagi og höfðu starfað ýmist einir
síns liðs eða með öðrum þar til þeir tóku upp samstarf tveir haustið 1998.

Næsta árið fór í að semja músík, safna töktum og slípa. Þegar þeim félögum
fannst þeir vera komnir með góðan skammt af lögum sendu þeir frá sér sex
laga kynningarskífu haustið 1999. Það varð uppi fótur og fit hjá
útgáfufyrirtækjum þegar menn heyrðu hvað var í boði og svo fór að flest
laganna voru gefin út á ýmsum safnskífum á næstu mánuðum.

Næstu mánuði voru þeir félagar Nilsen og Hagen önnum kafnir við
spilamennsku
og kynningarstarf meðfram því sem þeir sömdu lög á fyrstu breiðskífuna og
liðsinntu öðrum. Fyrsta platan, Amateur Girlfriends Go Proskirt Agents, kom
svo út á síðasta ári og í franhaldi af því lögðust þeir félagar í ferðalög,
spiluðu meðal annars á Midem í janúar og á ýmsum hátíðum víða um lönd.

Plötur:
Amateur Girlfriends Go Proskirt Agents 2001

Vefslóð:
www.xplodingplastix.com