Sander Kleinenberg - ElektroLux #5. Aðfaranótt þjóðhátíðardagsins, sem sagt næsta sunnudagskvöld, fá aðdáendur gæða transhústónlistar mikinn hvalreka á sínar fjörur þegar krónprins aðaldansgólfa Evrópu, Sander Kleinenberg kemur og spilar á Elektrolux (Gauk á Stöng).

Kleinenberg er kemur frá Haag sem er ekki aðeins aðsetur stjórnsýslu Hollands heldur líka óformlegar höfuðstöðvar danstónlistar-framleiðslulandsins. Þar er sándið naumhyggið, kröftugt,sexý og sætt!

Sander var aðeins 15 ára, 1987, þegar hann fann fyrstu ást lífs síns; plötusnúninganna. Áður enn á löngu leið var hann orðinn einn aðalskífuþeytir Niðurlandanna og var m.a. orðinn “resident” Dj á RoXY í Amsterdam, staður sem skipar svipaðan sess í hugum íbúa A'dam og Rósenberg/Tunglið gerir í hugum okkar sem búum í 101 Reykjavík.

Upp úr því hóf hann að leggja land undir fót og núna í dag hefir hann spilað á flestum mikilvægum og merkilegum skemmtistöðum á hnettinum, sem dæmi má taka Rex í París, Space á Ibiza og Cream í Liverpool.

Hann er samt ekki bara þekktur sem plötusnúður heldur líka sem pródúser. Hann hefur gefið út tónlist hjá nokkrum plötufyrirtækjum beggja vegna Atlantshafsins, og er eitt af lögum hans “My Lexicon” sennilega eitt mesta selda og langlífasta klúbbalag seinni ára! Ekki má heldur gleyma þeim Dj-mixum sem hann hefir gefið út á geislaplötum og er leitun að snúð sem á jafn góðan árangur á því sviði!

Sem sagt ómissandi Elektrolux-kvöld fyrir danssvelta einstaklinga með dansstjórnanda á heimsmælikvarða við stjórnvölinn!

Miðverð er 1500 kr. og húsið opnar klukkan 23:00. Grétar G. hitar upp.


Sjáumst og munið að þriðja sumar ástarinnar er hafið!

ElektroLux



—-nokkur skemmtileg quote um Sander —-

“Ég var á leið inn á Sander Kleinenberg-gig í Bratislava 1998, með einn aukamiða í vasanum og ákvað að gefa sætustu stelpunni í röðinni hann. Við hlustuðum saman á hann og dag erum við gift.” -

Goran Divac, sölumaður,
Slóveníu.

“Not only is Sander one of the fastest rising talents on the DJ circuit, he`s also a fantastic producer and a brilliant drinking partner.”

Sasha

“Hann er alveg ágætur, þrátt fyrir að ég vilji helst bara hlusta á sjálfan mig eða bestu vini mína spila…”

Alfons X, Dj, Ísland/Sviss.