Sven Väth - Fire Í tilefni þess að meistari Sven Väth er nýlega búinn að senda frá sér breiðskífu ætla ég að fara stuttlega yfir feril hans og segja svoldið frá þessari plötu.

Sven er búinn að vera lengi í bransanum, en hann byrjaði ferilinn sem söngvari hljómsveitarinnar OFF (Organisation for Funk). Þessi hljómsveit, sem innihélt einnig 2 stofnmeðilimi Snap!, náði að senda frá sér eitt lag (Electric Salsa) sem varð vinsælt um heim allan árið 1987. En OFF entunst ekki lengi og hættu stuttu eftir þetta.
Eftir söngferilinn ákvað Sven að gerast plötusnúður og varð fljótlega þekktur fyrir sannkölluð maraþon set, hann spilaði allt að 24 tímum.
Árið 1992 setti hann á stofn útgáfufyrirtækin HartHouse, EyeQ og Recycle or Die. Recycle or Die held ég að hafi verið ambient label (er ekki alveg viss). EyeQ varð mjög þekkt trancelabel og eru mörg bestu “óldskúl” trance lögin gefin út af EyeQ. En labelið sem varð þekktast var HartHouse, tónlistinn var á mörkum techno og trance. Á HartHouse gaf Sven út tónlist undir nöfnunum Barbarella, Astral Pilot og Metal Masters ásamt félaga sínum Ralf Hildenbeutel. Ralf þessi Hildenbeutel hefur verið helsti samstafsmaður Sven, líklegast sem engineer.
Sven gaf út sína fyrstu breiðskífu 1993, An Accident in Paradise, sem vakti athygli útum alla Evrópu, fékk hins vegar enga athygli í bandaríkjunum.
Önnur breiðskífa hans, The Harlequin, The Robot & The Ballet Dancer, kom svo út árið 1994. Skífa þessi fékk meiri athygli en fyrri platan þótt hún væri almment talin síðri af gagnrýnendum.
Vert er líka að minnast þess að myndbandið sem gert var við Harlequin - The Beauty and the Beast var algert “breakthrough” í myndbanda gerð, þar var notuð í fyrsta skipti tölvutæknin sem síðar var notum í stórmyndum á borð við Jurassic Park.
Eftir útkomu The Harlequin, The Robot & The Ballet Dancer hafði Sven hljótt um sig fyrir utan Astral Pilot breiðskífuna Electro Acupuncture (1995) sem hann gerði með Stevie B-Zet.
1998 voru kaflaskipti fyrir Sven. Hann hætti hjá HartHouse og hætti að taka inn sterk fíkniefni (E var víst mikið uppáhald hjá honum, sem kannski útskýrir þessi löngu dj set) og gaf út nýja breiðskífu. Breiðskífa þessi hét Fusion og fékk góðar viðtökur.
Árið 2000 gaf hann svo út sína fjórðu breiðkífu Fire. Þetta var fyrsta skífan þar sem hann fékk ekki aðstoð frá Ralf Hildenbeutel, í þetta skipti urðu Anthony Rother, Johannes Heil, og Alter Ego's Roman Flügel og Jörn Wuttke. Hún fékk mjög góða dóma og almennt góðar vðtökur.
Og svo núna á árinu 2002 kemur út hans fimmta og að mínu mati besta breiðskífa, Fire. Gripur er að mestu leyti þéttur technopakki einsog hann gerist bestur.
Platan byrjar á lagi sem er kallast Design Music, pumpandi technotaktur ásamt feitum bassa. annað lagið Mind Games er lag sem ég féll strax fyrir á fyrstu sekúndu, það er mikill húmor í þessu mjög svo súra lagi sem þó nær að vera svona “basic” techno á sama tíma. Shock Ralley er svo annar techno tuddi með þessum hefðbundu og óhefðbundnu techno sándum. Fjórða lagið er Ghost (Part 1), í þessu lagi gælir hann, eins og svo oft áður, við Electro. Einsog alltaf nær að skapa eðal Electro stemningu. Í fimmta laginu fær hann svo gest að nafni Miss Kittin í heimsók. Missin Kittin hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sem hún vinnur með annars vegar Felix Da Housecat og hinsvegar The Hacker. Lagið sem þau taka sér fyrir hendur er Gamla Serge Gainsburg lagið Je T'Aime. Þessi útgáfa þeirra af einhverju þekktasta ástarlagi allra tíma hljómar hálfpartin einsog það mundi hljóma ef Karfwerk hefðu pródúserað Serge á sínum tíma, semsagt alger snilld! Við tekur svo titllag plötunar Fire, enn einn techno “stormerinn”. sjöunda lag plötunar Cala Ilonga hljómar í byrjun einsog það ætli sér að verða rólyndis minimal að hætti Chain Reaction, en lifnar aðeins við og heldur manni við efnið. Seel er lag sem minnir mig aðeins á Steve Stoll (fyrir þá sem þekkja hann), flott techno grúv með hörðum málmkenndum hljóm. Plötuna endar hann svo með Rólegu dub kenndu minimal techno-i (Heisse Scheibe) , fljótandi grúv í næstum 20 mínútur er akkúrat það sem maður þarf eftir að hafa hlustað á hörkuna á undan.
Semsagt eðalgripur sem fær hæstu einkunn hjá mér og verður eflaust ofarlega í huga mér þegar farið verður yfir breiðskífur ársins!

Lagalistinn er svona:
01. Design Music
02. Mind Games
03. Shock Ralley
04. Ghost (Part I.)
05. Je T'aime… Moi Non Plus (Featuring Miss Kittin)
06. Fire
07. Cale Llonga
08. Steel
09. Heisse Scheibe

Ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessari grein minni. Góðar stundir.
Góðar stundir.