Breeder á Elektrolux á Gauknum - 8. jún 2002 Birt með góðsfúslegu leyfi www.nulleinn.is/elektrolux]

Rowan Blades er best þekktur sem betri helmingurinn af Breeder sem notið hefur gífurlegrar velgengni. Fyrstu tveir “singlar” Breeder, ‘The Chain’ og ‘Twilo Thunder’, hafa selst í tugum þúsunda eintaka út um allan heim eftir að Sasha notaði þá á hinum víðfræga Global Underground – San Francisco mixdisknum sínum.

Sömu sögu má segja um þau lög sem hafa komið út síðan þá eins og ‘Tyrantanic’, ‘Rockstone’ og ‘New York FM’. Þau hafa öll verið spiluð í ræmur af ekki ómerkari mönnum en Sasha og Digweed auk þess að vera á óteljandi mixdiskum.

Þrátt fyrir að vera enn ungur (23 ára) hefur Rowan getið sér mjög góðs orðs sem plötusnúður. Það er nánast alveg sama hvaða dómur er skoðaður, hann slær alltaf í gegn. Þetta fengu íslendingar að kynnast síðasta sumar þegar hann spilaði hér á vegum Cream.

„Rowen openned with Krystals breakbeat classic, which was extremely well received by the Room public. He then progressively got darker into some killer prog house tunes. His performance was exceptional, and I cant wait to see him again!“ – Mixmag 2001


Rowan hefur að sjálfsögðu spilað allstaðar og með öllum sem nöfnum tjáir að nefna. Stílinn er TechHouse / ProgressiveHouse í bland við allt sem honum dettur í hug. Hann er rísandi stjarna sem okkur er mikil ánægja að fá í heimsókn.

Honum hlakkar líka mikið til að koma hingað aftur (og kynnast
kvennþjóðinni betur.)

Þess má geta að upphitun verður í höndum dj-Frímanns.