Sænskt Techno af bestu gerð

Samuel L. Session er technosnúður eins og þeir gerast bestir. Hann er einn af þessum fáu sem kann að “spila” á plötuspilarana eins og fínstillt hljóðfæri, alla þrjá í einu. Samuel sem er ættaður frá Svíþjóð byrjaði eins og svo margir að spila Electronicu og House í svefnherberginu sínu í kringum 1988.

Áhugi hans á tónlist jókst hratt og árið 1992 hóf hann ferilinn sem plötusnúður á skemmtistöðum svíaveldis. Í gegnum vin sinn sem er raftónlistarmaður kynntist hann svo listgreininni Techno. Þá var ekki aftur snúið.

Síðan þá hefur hann gefið út fjöldann allan af plötum og unnið með nánast öllum sem nöfnum tjáir að nefna. 1997 stofnaði hann plötulabelinn Cycle sem er einn virtasti techno label heimsins í dag.

Ef þú misstir af Samuel þegar hann kom síðast þá máttu alls ekki missa af honum í þetta skipti (og ef þú misstir ekki af honum þá þarf líklega ekkert að selja þér hann frekar.)


Global Underground til Reykjavíkur?

Aðstandendur ElektroLux fengu fyrir nokkru fyrirspurn frá Global
Underground. Þeim langar að setja upp kvöld í Reykjavík og gefa út “Global Underground Reykjavik” í beinu framhaldi. Til að fullvissa sig um að borgin standi undir “hype-inu” ætla þeir að senda tvo fulltrúa sína hingað á ElektroLux #3. Annar þeirra er frábær plötusnúður svo hann mun að sjálfsögðu hita upp fyrir Samuel. Maðurinn heitir Jan Carbon, er resident á Cream auk
þess að reka eigin plötuverslun og útgáfu. Hann spilar að sjálfsögðu Progressive hús eins og góðum breta sæmir.

S.s. Samuel L. Session, Jan Carbon og Alfons X. ElektroLux föstudaginn 17.maí kl. 23:30 - 05:30!