RVK Underground í samstarfi við Hollenska útfgáfufyrirtækið Team Records efna til remixkeppnis á laginu “Be Forever” eftir tónlistarmanninn Oculus.

Oculus eða Friðfinnur Sigurðsson er einn af farsælustu danstónlistar pródúserum Íslands og hafa lög hans verið gefin út á mörgum þekktari útgáfufyrirtækjum í danstónlistarbransanum ásamt því að lög hans hafa verið spiluð af plötusnúðum á borð við Laurent Garnier, DJ Hell, Tiga, Alexi Delano, Nick Warren, DJ Misjah og Deadbeat.

Oculus á Facebook : http://www.facebook.com/pages/Oculus/54785131979

Team Records

Útgáfufyrirtækið Team Records er staðsett í Hollandi og sérhæfir sig í Techno og House músík. Margir þekktir listamenn gefa út á Team Records líkt og Secret Cinema, Philogresz, Xpansul, Vince Watson og fleiri. Hægt er að kynna sér betur Team Records hér http://www.teamrecords.net/.


Keppnin

Allir geta tekið þátt í remixkeppninni og það kostar ekki neitt að taka þátt. Engar reglur eru þegar það kemur að því remixa lagið og er hægt að remixa það í hvaða stefnu sem er.

Vinnings remixið verður gefið út með orginal laginu ásamt því að vinningshafinn spilar í sérstöku Team Records útgáfupartýi sem haldið verður í kjölfarið.

Hægt er að nálgast remixpartana á http://www.rvkunderground.com/ undir REMIX KEPPNI.

Frestur til þess að skila inn remixinu rennur út þann 9. apríl næstkomandi. Senda skal remixið í mp3 320 kbps á info@rvkunderground.com.

Gangi ykkur vel!

RVK Underground
http://www.facebook.com/event.php?eid=194975630524156