Tónastöðin í samstarfi við Tónlistarskóla Akureyrar efnir til Dj
námskeiðs þann 13 nóvember í Tónlistarskóla Akureyrar. Farið
verður ítarlega yfir öll mikilvægustu atriði Dj tækninnar ásamt græjum
og tilheyrandi búnaði.

Námskeiðið hentar þeim sem eru að stíga sín
fyrstu skref í Dj faginu og þeim sem eru lengra komnir.

Námskeiðið verða í umsjá þeirra Benna Bruff og Guðna Impulze en báðir
tveir hafa verið starfandi plötusnúðar um árabil.

Farið verður m.a. yfir :

1) Beatskiptingar

2) Meðhöndlun DJ forrita

3) Meðhöndlun effecta, EQ tækni og trikk.

4) Tempo og BPM þekking

5) Farið verður yfir helstu græjunotkun í dag.


Innritun fer fram í Tónastöðinni á Akureyri Strandgötu 25. Þátttökugjald er 9000 kr. en Tónastöðin greiðir 3000 kr. af því svo þátttakendur greiða einungis 6000 kr. Gjaldið greiðist við innritun!