Jacobsen 9.apríl @ Casbah


A.T.L & SoulBoy


Opið 01:30 – 05:30

Í tilefni af því að mottumars sé búinn og alskeggja apríl sé byrjaður, ætla A.T.L og hollenski plötusnúðurinn SoulBoy að gera allt vitlaust í kjallaranum á Jacobsen 9.apríl. Þeir verða með techhouse/minimal/TECHNO brjálæði svo þeir sem eru dansþyrstir ættu að reima skóna sína fast.


A.T.L þarf vart að kynna. Hann hefur spilað Techno í um 2 ár, á öllum dansskemmtistöðum í Reykjavík, með nöfnum eins og Tomcraft, Marco Bailey, Kamui, Sander Van Doorn og Loefah. Hann er reglulegur gestur í útvarpsþættinum Techno.is á Flass 104,5 og hefur einnig komið fram í útvarpsþáttum eins og Flex Music og No Request þættinum á Akureyri.


Soulboy hefur verið plötusnúður frá 19 ára aldri og mun vera það í nokkur ár í viðbót. Þekktur í Hollandi og víðar fyrir orkumikil sett, fyrst sem Peddo og nú fyrir ári síðan sem SoulBoy. Nýtt nafn fyrir nýja sýn á tónlistinni. Undir nafninu Peddo náði hann mestum árangri og spilaði á nánast öllum klúbbum í Hollandi. Þegar hann spilaði á hinum heimsfræga Escape klúbbnum í Amsterdam fékk hann samband við Robert Verkerk. Robert var producer DJ Astrid sem er mjög stór trance/progressive DJ á þeim tíma. Robert var hrifinn af hæfileikum Peddo svo hann ákvað að vinna með honum. Saman gerðu þeir endurhljóðblöndun af “DJ Astrid - The Spell” án þess að vita að það yrði vinsælt í trance heiminum. Öll stærstu nöfnin spiluðu lagið, meðal annars Judge Jules í BBC 1 útvarpsþættinum sínum í nokkrar vikur. Eftir þetta var hann bókaður í Tel Aviv, WMC Miami (2x), Chicaco, Barcelona, Osló og London. Nafnið Peddo var að rísa í danstónlistarsenunni og þar hitti hann Alex Dijksterhuis, sem er betur þekktur sem Jamez. Honum fannst Peddo ekki henta sem DJ nafn, hann vildi fara í rætur sálarinnar svo hann ákvað að breyta nafninu í Soulboy. Ásamt Jamez vildu þeir framleiða deephouse/techhouse með mikilli sál. Endurhljóðblöndun þeirra á “Johnny Deekay - Vibrationz” (komið út á Intentionz Music) fékk gríðarlegan stuðning frá The Scumfrog (spilaði það í vinsælum útvarpsþætti sem heitir Glam Scum episode 7), Eric Entrena (sem spilaði lagið á Pacha, Barcelona) og Laidback Luke (sem spilaði það á “Super Me and You“ á Miami). Það hefur einnig verið mikið spilað á ”Dance Tunes radio“ og ”Radio 538 Powermix“ sem er vinsælasta útvarpsstöðin í Hollandi. Samvinna hans með Jamez hefur vakið athygli um allan heim. Eitt af lögunum þeirra, ”Surface Tension“ var spilað nýlega af Kevin Saunderson í ”Ibiza Global Radio".


http://www.youtube.com/watch?v=rOnNCDfBEDE

http://www.youtube.com/watch?v=TkPPb6iyBj4

http://www.youtube.com/watch?v=U4w8DAqh4So

http://www.youtube.com/watch?v=xOo2RuYtuwk

http://www.agagency.nl/

http://www.techno.is


Soulboy er að hefja heimstúr og ætlar að byrja á Jacobsen laugardagskvöldið 9.apríl með A.T.L. Þeir kveikja dansþráðinn kl 01:30 og saman ætla þeir að rústa dansgólfinu á neðri hæðinni langt fram á nótt. Dönsum til að gleyma.

-A.T.L & Soulboy