Techno.is og A.T.G taka höndum saman og standa fyrir einum af flottari viðburðum ársins.
NERO, N TYPE og WILL BAILEY á Nasa 10.apríl.
Techno.is sameinar krafta sína með A.T.G með “I heart Rvk” í farabroddi sem hefur verið að tröllríða Dubstep senunni hérlendis með nöfnum eins og Rusko, Skream og fleiri breskum djum sem hafa gert allt brjálað á sviði staðarins Nasa.
Í þetta skiptið eru það “NERO”, “N TYPE” og svo electro kóngurinn sjálfur, "WILL BAILEY sem ætla að gera gott betur og setja allt á annan endan á skemmtistaðnum Nasa ásamt Exos, A.T.L, Danna Delux, Óla Ofur og fleirum.