Weirdcore hefur staðið fyrir mánaðarlegum tónleikum í um 3 ár, þar sem raftónlistarmenn koma fram og leika frumsamið efni. Á þessum tíma hefur Weirdcore skapað sér nafn sem einn af helstu viðburðum neðanjarðarmenningar á íslandi. Weirdcore færir sig nú yfir á Batteriíð og heldur í því tilefni allsherjar dansveislu með því allra ferskasta sem gerist í raftónlist í dag. Allir vinir, vandamenn og aðrir velunnarar sérstaklega velkomnir.

Fram koma Biogen (live) , Quadruplos (live) , Dj Árni Vector, Dj 3D og Dj AnDre og er þema kvöldsins að hrista ærlega uppí dansmenningu landans.

Biogen er er þekktur sem frumkvöðull í íslenskri raftónlist og einn framsæknasti tónlistarmaður landsins. Livesettin hans innihalda energetíska og nútímalega músík sem fær fólk til að dansa smá eróbik á gólfinu.

Quadruplos ; experimental , töff , dansvænt og flott og mun sennilega koma nútíma raftónlist vel fyrir í eyrum landsmanna á næstunni. Ómissandi.

Dj AnDre er drum'n'bass bolti að sunnan og er vel þekktur hjá fagurkerum innan raftónlistageirans . Hann fer um víðan völl í tónlistarvali en allt hefur það sameiginlegt að vera relevant og töff. Fær fólk í stemningu og skilar því ekki aftur fyrr en allir eru sveittir.

Dj 3D er fæddur og uppalinn pönkari og hefur raftónlistina í blóðinu, hjartanu og sálinni. Hann kennir meðal annars unglingum “þéttbýlislist” sem myndi útleggjast “urban art” á frummálinu. Next level shit frá honum. Algjört guru í töffleika.

Dj Árni Vector er helsti resident dj Weirdcore og hefur haldið lífinu í Acid, Oldschool, IDM og annari töff tónlist hjá stórum hópi fólks langt um bil. Hann er líka þekktur fyrir að geta skransað settin sín upp í mega party og old skool nostalgíu.

Kvöldið verður haldið á Batteríinu Laugardaginn 13.febrúar kl 23. Frítt inn.