Árslistakvöld Breakbeat.is á Prikinu 30. janúar Laugardagskvöldið 30. janúar næstkomandi verður árslisti Breakbeat.is fyrir árið 2009 kynntur á Prikinu, nýjum heimkynnum Breakbeat.is kvöldanna, og í beinni útsendingu á X-inu 97.7. Eftir tæpt ár á skemmtistaðnum Jacobsen hafa Breakbeat.is kvöldin nú flutt sig um set og verða héðan í frá á þessum gamalgróna stað í Bankastrætinu.

Eins og undanfarin ár er árslistinn unnin lýðræðslega af plötusnúðum Breakbeat.is og lesendum vefsins sem hafa verið duglegir að senda inn sína lista af bestu lögum og breiðskífum síðasta árs. Verður tónlistarárið 2009 í drum & bass, dubstep og breakbeat tónlistinni því gert endanlega upp á laugardaginn kemur.

Að árslistanum loknum verður slegið upp heljarinnar tjútti á Prikinu þar sem fastasnúðar Breakbeat.is halda uppi stuðinu ásamt góðum gestum. Fjörið hefst kl. 22.00 í beinni útsendingu á X-inu frá Prikinu og stendur yfir fram eftir nóttu. Aðgangur verður ókeypis eins og venjan hefur verið hjá Breakbeat.is.

Líkt og áður getur þú, lesandi góður, haft áhrif á árslistann. Sendu okkur póst á arslisti@breakbeat.is með helstu lögum og breiðskífum síðasta árs að þínu mati.

>>Árslistakvöld Breakbeat.is
>>Prikið laugardaginn 30. janúar frá kl. 22
>>Fastasnúðar Breakbeat.is ásamt gestum
>>Bein útsending á X-inu 97.7
>>Aðgangur ókeypis


Árslisti Breakbeat.is - Eini listinn sem skiptir máli ;)

Hlekkir:
Breakbeat.is
Viðburður á Facebook
Trailer