Ég ákvað að gera þetta aftur í ár, þ.e. skrifa grein um drum’n’bass á árinu 2009.
Að mínu mati var dnb í mikilli sókn á þessu ári og það voru farnar mjög margar nýjar og töff leiðir. Þessu eru þó ekki allir sammála. En já, hérna er listinn minn ásamt nokkrum öðrum tilnefningum og LÖNGUM lista með artistum sem vert er að hafa auga með á næsta ári.

Árslistinn 2009

40. Atom - Night Flight (Sonorous)
39. Lomax - Mercia (RAM)
38. Eveson - Deeper Still (Deep Soul Music)
37. Sabre & Survival - Omega King (Revolution)
36. Noisia - The Bells (Metalheadz)
35. ST Files - Crackden (Soul:R)
34. Mosus & Zero T - Carbon Black (Samurai)
33. Logistics - Murderation (Hospital)
32. Sinistarr - My Thoughts Exactly (Inside)
31. Reactiv - Asylum (Alphacut)

30. Naibu - Screens (Fokuz)
29. SpectraSoul - Buried (31)
28. Commix - Justified (Metalheadz)
27. Ulterior Motive & Judda - Infrasonic (Subtitles)
26. Sabre - Global (Subtitles)
25. Trisector - Lifeforms (Med School)
24. Stray - Timbre (Critical)
23. Bop - Space Abyss (Kos.Mos)
22. Data - The Causeway (Influence)
21. S.P.Y. - Sunship (Spearhead)

20. Lynx & Kemo ft. Alix Perez - Dangerous (Soul:R)
19. SpectraSoul - Guardian (Metalheadz)
18. Triad - Last Gap (Deep Soul Music)
17. Sabre - Decorum (Darkestral Excursions)
16. Subwave – Dreamcatcher (Metalheadz)
15. ASC - Porcelain (NonPlus+)
14. Alix Perez ft. Sabre - Hemlines (Shogun Audio)
13. Jubei - Outcast (Critical)
12. Escher - Austere (Future Thinkin)
11. Electrosoul System - Whale Dance (Allsorts)

10. Mutt ft. Kevin King - Conversations (CIA Deep Kut)
9. Instra:mental - Photograph (Darkestral)
8. Consequence - Fog (Exit)
7. Blu Mar Ten - Above Words (Blu Mar Ten)
6. Mr. Sisef & Unquote - Hours Have No Reverse Motion (Hospital)
5. Heist - Warmer Days (Integral)
4. Soul Intent - Bro (Blindside)
3. June Miller - Soya Sushi (InnerActive)
2. Rockwell - Underpass (Critical)
1. SpectraSoul - Insignia (Exit)


Plötur ársins 2009

1. Bop - Clear Your Mind (Med School)
2. Consequence - Live For Never (Exit)
3. Various Artists - Critical Sounds (Critical)
4. Blu Mar Ten - Natural History (Blu Mar Ten)
5. Lynx & Kemo - The Raw Truth (Soul:R)
6. Alix Perez - 1984 (Shogun Audio)
7. Various Artists - Future Sounds Of Russia (Hospital)
8. Various Artists - Internal Affairs (Horizons)
9. Calibre - Shelf Life Volume 2 (Signature)
10. Various Artists - Sick Music (Hospital)

Label ársins 2009

Þetta var mjög erfitt val, valið stóð aðallega á milli Exit, Critical, Med School og NonPlus+.
Ég ákvað að velja hið nýstofnaða NonPlus+ vegna þess að mér eigendurnir, Al Bleek og Kid Drama úr Instra:mental ásamt dBridge, ASC og Consequence hafa skarað fram úr á árinu.
Þessir listamenn eru allir saman í crewi sem hefur staðið fyrir podcöstum mánaðarlega (www.club-autonomic.com), útvarpsþætti á Rinse FM og klúbbakvöldum svo eitthvað sé nefnt.
Mér finnst þeir hafa tekið drum’n’bass í allt aðra átt en hefur verið gert áður, amk á mínum tíma.

Fyrsta útgáfa NonPlus+ (NONPLUS001) kom út 4. maí á þessu ári það var 12” sem innihélt lögin “Wonder Where” frá dBridge og “No Future” frá Instra:mental.

Önnur útgáfan kom út 1. júní og var það 12” frá Instra:mental. Það voru lögin “Watching You” sem gerði allt vitlaust fyrr á árinu og techno/dubstep lagið “Tramma”.

Þriðja útgáfan kom út núna í nóvember, eða 2. nóvember síðastliðinn. Það var 12” frá Bandaríkjabúanum ASC. Lögin “Porcelain” og “Focus Inwards”.

Fjórða og síðasta útgáfa ársins kom svo út núna í byrjun desember og inniheldur hún lögin frá einum af “dubstep-finest”, Skream sem spilaði einmitt á Nasa í ágúst á þessu ári. A-hliðin er remix af “No Future” frá Instra:mental og B-hliðin var lagið “Minimalistix”.

Listamaður ársins

Valið hér stóð á milli þriggja manna, reyndar bara tveggja listamannanafna, Gove Kidao eða Sabre og félaganna Dave Kennett og Jack Stevens úr SpectraSoul. Bæði nöfnin gáfu út mikið af góðum lögum á árinu en ég ákvað að velja SpectraSoul sem áttu einmitt topplag ársins hjá mér í ár.
Önnur lög frá þeim sem komu út á árinu og vöktu athyglina mína voru:
“Melodies ft. Mike Knight” (EXIT016)
“Organiser” (CRIT038)
“Buried” (31R039)
“Captive” (DSM010)
“Forsaken” (Alix Perez & SpectraSoul ft. Peven Everett) (SHA031)
“Guardian” (METH081)
“Mimic” (SUBTITLES073)
“Wedgehead” (CRITLP003)
“Taken” (CRIT038LTD)

Nýliði ársins

Ég var ekki í neinum vafa með að velja nýliða ársins þetta árið.
Alexander Dmitriev eða Bop hefur verið einn af mínum uppáhalds listamönnum allt frá því að ég heyrði í honum fyrst.
Hann kom inn í senuna með skemmtilegt djúpt geimhljóða-minimal-microfunk sound sem ég get eiginlega ekki útskýrt betur.
Gaf út plötu ársins að mínu mati, “Clear Your Mind” sem kom út á undirlabeli Hospital, Med School í júlí ásamt útgáfu á Kos.Mos.Music útgáfufyrirtæki Electrosoul System.

Fylgjast með á næsta ári

Ég er með fullt af ferskum nöfnum fyrir ykkur til þess að fylgjast með á næsta ári núna.

Sinistarr
Ætti ekki að þurfa að kynna fyrir þeim sem hlusta á dnb. Jeremy Howard eða Sinistarr kemur frá Detroit í Bandaríkjunum. Hann hefur verið lengi að og átt fjölmargar góðar útgáfur í gegnum tíðina. Ástæða þess að ég ætla að láta hann hér er sú að á dögunum var hann signaður á Metalheadz og það verður fróðlegt að heyra hvað kemur út frá honum þar. Ég er nú þegar búinn að heyra eitt lagið og það er geðveikt.
http://www.myspace.com/sinistarrtunes

Triad
Er þríeyki frá Þýskalandi, samanstendur af Henree sem hefur gert lag með Lynx svo eitthvað sé nefnt og Bass Tikal sem á label sem heitir Phunkfiction. Ég þekki ekki þriðja manninn en þeir eru að semja quality stuff.
http://www.myspace.com/triadaudio

Unquote & Mr. Sisef
Vsevolod Ermakov og Anton Kulikov eru tveir ungir Rússar sem hafa verið að spretta mjög hratt upp á yfirborðið. Þeir eru nú þegar búnir að fá slatta útgefið, má þar nefna þrjú lög á nýjustu breiðskífu Hospital sem bar nafnið “Future Sounds Of Russia” og eitt lag á hinu þýska labeli Alphacut. Á næstunni mun svo koma út 12” á Warm Communications sem inniheldur lag frá þeim ásamt Synkro remixi af því lagi og 12” á 31, útgáfufyrirtæki Doc Scott.
http://www.myspace.com/unquoteru

Consequence
Cam McLaren kemur frá Nýja Sjálandi. Hann átti næstbestu breiðskífu ársins að mínu mati, “Live For Never” á Exit. Ég veit fyrir víst að hann er byrjaður að vinna í næstu breiðskífu sem mun koma út á Exit á næsta ári. Frábær tónlistarmaður sem verður bara gaman að fylgjast með í framtíðinni.
http://www.myspace.com/consequencenz

Glen E Ston
Glen E Ston þekkja ekki margir, hann heitir Glen eins og nafnið gefur til kynna og kemur frá Portland í Oregon í Bandaríkjunum. Hefur verið alveg frá því ég byrjaði að semja minn besti vinur í senunni. Gerir mjög atmó drum’n’bass sem er mjög cool. http://www.myspace.com/gleneston

Anile
Eða Matt eins og hann heitir kemur frá litlum bæ sem er rétt fyrir utan London. Hann hefur á þessu ári verið að vekja athygli margra stórra nafna, má þar nefna Loxy o.fl. og verið að spila mikið á Renegade Hardware kvöldum. Mæli með að fólk leggi þetta nafn á minnið.
http://www.myspace.com/theanile

Stray
Hefur verið að fá mikla athygli á þessu ári, fékk lag út gefið á Critical Sounds breiðskífunni ásamt því að vera signaður á Med School með eitt flottasta lag ársins, sem mun 100% verða á mínum árslista á næsta ári.
http://www.myspace.com/straydnb

Rockwell
Þekki ég ekkert mikið svo ég get ekki talað mikið um hann, en hann býr í London. Búinn að fá mjög mikla athygli nýlega, signaður á Critical og kemur EP frá honum þar í byrjun næsta árs ásamt því að eiga nokkur lög á labelinu hans Shy FX, Digital Soundboy.
http://www.myspace.com/rockwelldnb

June Miller
Samanstendur af tveimur gaurum frá Hollandi sem heita Mark og Bart. Bart býr í Hollandi ennþá en Mark býr í London og hefur verið að representa nafnið þeirra mjög vel með því að spila á mörgum kvöldum, má þar nefna Renegade Hardware ásamt fleirum. Það komu tvær 12” frá þeim á árinu, “Converge / Neurosis” á Horizons Music og svo lagið “Soya Sushi” nú í byrjun desember á labelinu hans Spirit, InnerActive. Hef spilað Soya Sushi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar bæði í Breakbeat.is þættinum og á kvöldum og það gerir fólk alltaf jafn tryllt, algjör dancefloor banger.
http://www.myspace.com/junemillerdnb

Getz & Nuage
Eru tveir strákar frá Rússlandi sem ég hef verið að vinna töluvert með. Signaðir á labelin hans Loxy, X-tinction Agenda og Cylon ásamt því að vera signaðir á nýtt label sem heitir Eternia Music sem er með nokkur rosaleg lög á leiðinni.
http://www.myspace.com/getzandnuage

Abstract Elements
Samanstendur af annarsvegar Bop sem ég kaus nýliða ársins og öðrum Rússa sem kallar sig Diagram. Þeir fengu rosalega mikla spilun hjá Autonomic crewinu í byrjun árs og ég er ekki frá því að þeir hafi átt lag í hverju einasta podcasti. Þeir eru að mér skilst að vinna í LP fyrir Exit, ásamt því að vera signaðir á Kos.Mos.Music og Alphacut.
http://www.myspace.com/abstractelementz

Furi Anga
Er finnskur gaur sem ég er nýbúinn að kynnast. Gaf út lag á Vampire í fyrra sem hann gerði með Resound. Ég gjörsamlega féll fyrir soundinu hans og er að fara að vinna með honum á næsta ári.
Hann er að vinna í EP fyrir label sem heitir Shadybrain ásamt fleiru.
http://soundcloud.com/furianga

San.Dra
Er 16 ára rússnesk stelpa sem er kærastan hans Unquote. Ég fíla hana mjög mikið, skemmtilegar pælingar í gangi þar, fékk lag gefið út á labelinu hans Code, Subtle Audio nú á dögunum.
http://www.myspace.com/sandraproducer

Despot
Eru enn einir Rússarnir. Áttu lag á “Future Sounds of Russia” ásamt því að eiga lög á 31 Records og Alphacut, þar sem þeir eiga lagið “Texture” sem kemur út ásamt lagi frá mér “Passing By” í apríl á næsta ári.
http://www.myspace.com/despotspace