BREAKBEAT.IS KLÚBBURINN KYNNIR MEÐ STOLTI
2 ÁRA AFMÆLI MEÐ KLUTE (UK) Á ASTRÓ - 21. APRÍL 2002

Breakbeat.is vefurinn og samnefnd klúbbakvöld fagna 2 ára afmæli sínu á einum glæsilegasta skemmtistað Reykjavíkur, Astró, fimmtudagskvöldið 21. apríl. Heiðursgestur þessa afmælisviðburðar er engin annar en breski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Klute, sem troða mun upp á bak við plötuspilarana ásamt Breakbeat.is krew og gestum. Hér er á ferðinni önnur stór heimsókn sem íslenskir danstónlistaráhangendur fá á árinu, en skemmst er að minnast komu DJ Craze [heimsmeistariplötusnúða] í byrjun febrúar, sem spilað að sjálfsögðu drum & bass og jungle tónlist sem er í uppsveiflu í dag!

Klute…kemur við í Reykjavík í heimsreisu sinni sem samanstendur m.a. af klúbbum á Puerto Rico, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Sviss, Japan, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Mexíkó. Hann hefur verið í fararbroddi drum & bass og breakbeat tónlistarinnar í um áratug, en einnig verið liðtækur innan techno geirans. Á síðasta ári stofnaði Klute plötuútgáfuna Commercial Suicide sem hann á og rekur sjálfur og gaf út sína aðra breiðskífu, Fear of People, sem fékk frábærar viðtökur hjá breskum tónlistarspekúlerentum [m.a. NME, Melody Maker, Mixmag etc.]. Auk þess hefur hann gefið tónlist sína út hjá hinum virtu Metalheadz, Moving Shadow, Ninja Tune og Certificate 18 útgáfufyrirtækjum og remixað fjölda listamanna, þar á meðal Lamb og Mogwai. Klute spilaði síðast hér á landi fyrir þrem árum á Kaffi Thomsen við frábærar undirtektir. Þar sem ferill kappans hefur legið upp á við síðustu ár má vænta þess að íslenskir danstónlistarunnendur taki enn betur á móti Klute að þessu sinni. Frekari upplýsingar um Klute má meðal annars finna á vefsíðunni www.kluteproductions.co.uk.

Breakbeat.is klúbburinn…eru elstu núlifandi klúbbakvöld í Reykjavík. Í rúm tvö ár hefur klúbburinn kynnt það nýjasta og ferskasta í heimi drum & bass, jungle og breakbeat danstónlistinni fyrir landanum á Café 22, á ýmsum viðburðum á öðrum skemmtistöðum borgarinnar og á Iceland Airwaves hátíðinni. Breakbeat.is klúbburinn er starfræktur í samvinnu við bandaríska fatafyrirtækið Circa Footwear [www.circafootwear.com].

Breakbeat.is vefurinn…hefur einnig átt velgengni að fagna og rekur m.a. eina útvarpstöð landsins sem aðeins er til á netinu. “þessi síða er á heimsmælikvarða, ein af þeim allra flottustu” (Undirtónar 39 tbl. 4. árg), “alger snilldarvefur þar sem ótrúleg ást og alúð er lögð í að viðhalda” (Tölvuheimur 1. tbl. 7. árg). Breakbeat.is er hins vegar að ganga í gegnum gagngrerar brytingar og stefnt er að því að opna nýjan Breakbeat.is og enska útgáfu af vefnum, Breakbeat.is-International, sama dag og afmælisviðburðurinn fer fram.

Ekki klikka á þessu tjútti….;)