Loksins verður Party Zone´95 kvöldið endurtekið. Corona, Rás 2 og Gogoyoko kynna með stolti:

———————————————————————————-
PARTY ZONE ´95 á Annan í Jólum Staðsetning auglýst síðar.

Margeir - Árni E - Maggi Lego - Grétar G - Frímann - Andrés Nielsen hafa staðfest þátttöku sína. Fleira sem er í fullri vinnslu bíður þess að verða gert opinbert.

Miðaverð í forsölu er 2.500 kr. (FORSALAN ER HAFIN)
———————————————————————————-


Annað Party Zone´95 kvöld verður haldið á stærstu partý dagsetningu ársins, á annan í jólum, sem ber uppá laugardag þetta árið. Það gerðist eitthvað afar sérstakt þegar Party Zone´95 kvöldið var haldið á jónsmessunótt fyrr á þessu ári. Það gjörsamlega varð allt vitlaust þegar plötusnúðar Tunglsins og Rósenberg á árunum 1990-1995 spiluðu vínýl plötur þess tíma. Svo rosalegt var kvöldið að við höfum sjaldan fengið önnur eins viðbrögð við nokkru kvöldi sem við höfum haldið, og höfum við haldið þau nokkur.

Vegna fáránlegra margra áskoranna verða gömlu vinyl kassarnir dregnir aftur fram og dansstemmning frá árdögum danssenunnar 1990 til dansársins mikla 1995 rifjuð upp með öllu tilheyrandi.

Fram koma allir helstu plötusnúðar Tunglsins og Rósenbergkjallarans frá þessu magnaða tímabili. Tímabili þegar troðfullur Rósenberg kjallarinn var athvarf frumkvöðla danstónlistarinnar hér á landi helgi eftir helgi, tímabili þegar listamenn eins og Master at Work, Basement Jaxx, 808 State, Erick Morrillo, Party Zone kvöldin o.fl. stórviðburðir troðfylltu Tunglið. Ekki gleyma eftirpartíunum og rave partýinum út um allan bæ. Stórviðburðir eins og Björk/Underworld í Laugardalshöll OG Uxahátiðin um verslunarmanna helgina 1995 þar sem sagnfræðingar PZ segja að hafi verið hámark danssprengjunnar sem varð það sama ár. Aðalmálið er náttúrulega tíðarandinn, tískustraumar og hin frábæra tónlist sem kraumaði undir á þessum tíma sem vert er að minnast.

Í sumar var í fyrsta sinn sem allir þeir sem báru hitan og þungan af því að byggja upp senuna á þessum tíma sem stóðu saman að svona kvöldi, þ.e. Party Zone og allir snúðarnir og nú verður eiginlega endurtaka þennan magnaða viðburð frá því í sumar.

Heiti kvöldsins er afar rökrétt þar sem árið 1995 var gríðarlega stórt ár í hugum danstónlistar- og partýdýra landsins og einnig vegna þess að samnefndur diskur útvarpsþáttarins Party Zone kom út haustið 1995 og sat hann í 3 vikur á toppi íslenska breiðskífu listans sem verður að teljast einsdæmi fyrir safndisk með danstónlist. Það segir margt um hvað dansbylgjan var sterk á þessum tíma. Diskurinn fékk sömuleiðis verðlaun fyrir besta plötuskoverið þetta sama ár. Útvarpsþátturin Party Zone var einskonar miðstöð þessarar vakningar og stemmingar sem var í gangi á þessum tíma. Ákveðnum hápunkti var náð þarna sem næst tæpast aftur enda nýjabrum í gangi sem verður ekki endurtekið.

Það voru margir sem þurftu frá að hverfa í sumar þegar við stappfylltum Jacobsen.

ATH Sérstakur þemaþáttur verður á Rás 2, í dansþætti þjóðarinnar Party Zone um kvöldið kl 19:30 - 22:00.

Styrkaraðili kvöldsins er Corona og einnig heldur samstarf Party Zone við Gogoyoko.com áfram en það hófst í byrjun þessa árs.

Tryggið ykkur miða í tíma á http://midi.is/tonleikar/1/5801/
Einnig uppýsingar http://www.pz.is

Rósen og Tungls kveðja,
Corona, Party Zone og Rás 2