Forsalan er hafin í N1, Hringbraut, Lækjagötu og Ártúni.

Sander Van Doorn er einn framsæknasti og vinsælasti plötusnúður heimsins í dag og hefur komist ótrúlega langt á örskömmum tíma. Þessi hollenski tónlistarmaður hefur svo sannarlega haft gríðarleg áhrif á danssenuna miðað við sinn stutta feril, ekki bara í Hollandi heldur á heimsvísu.
Árið 2006 náði hann að komast alla leið í 32. sætið á “DJ Mag Top 100” listanum sem er talinn vera marktækasti vinsældarlisti plötusnúða í heiminum með u.þ.b. 300.000 atkvæða talningu. Þetta árið situr Sander Van Doorn í 10.sæti og er spáð hærri sætum með hverju árinu.
Hin snögga upprisa Sanders ber vitni um hæfileikana og metnaðinn sem hann býr yfir. Á aðeins sjö árum þá hefur hann fyllt fleiri hallir, ungað út fleiri smellum og unnið til fleiri verðlauna en flestir tónlistarmenn ná á heilum ferli.
Alveg frá byrjun hefur Sander framkallað fjölbreytt hljóð á stigi sem flestir tónlistarmenn hafa aðeins dreymt um. Með því að blanda saman eiginleikum og áhrifum frá hinum ýmsu stefnum svo sem trance, electro, techno og house nær hann alltaf að koma aðdáendum sínum og starfsbræðrum á óvart og lætur okkur öll bíða í eftirvæntingu hvað kemur næst. Árið 2008 gaf hann út sína fyrstu breiðskífu „Supernaturalistic“ og hóf í framhaldi af því tónleikaferðalag á 32 tónleikastöðum um allan heim til að kynna plötuna. Í framhaldi af því vann hann verðlaunin “Best Breakthrough Artist“ hjá ”winter music conference“ í Miami (Wmc) en þeir halda ”IDMA“ verðlaunahátíðina sem verðlaunar þá færustu í danstónlistarbransanum og þá sem koma nálægt danstónlistarsenunni hverju sinni. Þar fékk hann einnig verðlaun fyrir lagið ”Riff“ sem besta “underground” lagið.
Það eru ekki aðeins frumsömdu lögin hans Sanders sem heilla fólkið heldur líka hin frábæru “remix” sem hann gerir. Á þessu ári höfum við mátt heyra Sander skila sinni útgáfu af laginu “Spaceman“ með hinni margrómuðu hljómsveit The Killers ásamt útgáfu af laginu ”Peace“ sem er það nýjasta frá hljómsveitinni Depeche Mode.
Einnig má minnast á ótrúlega útgáfu Sander Van Doorn af laginu “Sun goes down” með Artic Monkeys sem Armin Van Buuren kom á kortið árið 2006 og svo lagið “Close My Eyes“ sem var á Top 20 listanum í Evrópu sem var samvinnu verkefni milli Sander Van Doorn og Robbie Williams en saman kynntu þeir lagið á tónleikaferðalagi Williams. Lagið ”The girl you lost to cocain“ með söngkonunni Sia, gerði allt vitlaust á heimsvísu eftir að það var endurgert af Sander Van Doorn og gefið út á hans útgáfufyrirtæki, Doorn records.
Það skemmtilega við Sander Van Doorn er eiginleiki hans við að samhæfa ólíkar stefnur danstónlistar í eina skothelda blöndu og heyrir maður ólíka plötusnúða spila lögin hans við mismunandi aðstæður.
Lög Sander Van Doorn hafa notið gríðarlega vinsælda og er hann stöðugt að gefa út nýtt efni enda mikið spilaður af þekktustu plötusnúðum heims á borð við Tiesto, Carl Cox og Pete Tong sem hefur fengið hann þrívegis til þess að sjá um ”Essential mix“ ásamt þvi að kynna nýjustu lögin hans í ”Essential selection".

Hæfileikar Sanders sem plötusnúður er einnig undraverðir. Á hverju ári spilar Sander fyrir framan meira en milljón manns. Hann spilar stöðugt á risa atburðum eins og Global Gathering, Sensation, Dance Valley, Trance Energy og Mysteryland ásamt því að vera fastaplötusnúður plötusnúður á Cream á Ibiza.
Sander hefur einnig einstakt lag á þvi að koma fram á öðruvísi uppákomum en hann spilaði á ólimpíuleikunum í Kína í fyrra við magnaðar undirtektir.
Sander Van Doorn mun spila á Broadway þann 19.december og verður það að teljast eitt stærsta kvöld ársins enda mikil eftirvænting við komu Sanders.
Sander Van Doorn spilaði á Nasa árið 2008 í mars mánuði og þurfti að loka húsinu vegna mannfjölda.
Techno.is mun leggja mikinn metnað í hljóð og ljósakerfi þetta kvöldið og fá fyrstu gestir óvæntan glaðning.
Ásamt Sander Van Doorn koma fram Exos, Hallibal, A.T.L, Dj Invert og Face2face sem eru þeir Kidmistik og Frigore sem ætla að spila lifandi Techno tóna.
Forsalan er hafin í N1 sem er styrktaraðilli Techno.is og er sérstakt tilboðsverð á miðum í nóvember, aðeins 2500.
Ekki láta þig vanta á einn stærsta atburð ársins á jólagleði Techno.is með engum öðrum heldur en Sander Van Doorn.