Eins og undanfarin ár þá mun dansþáttur þjóðarinnar vera hluti af Iceland Airwaves hátíðinni.

Í þetta skiptið mun Party Zone tengjast tveim kvöldum. Annars vegar Bugged Out partíinu á Jacobsen á föstudagskvöldinu þar sem JoJo De Freq o.fl. koma fram frá Bugged Out og frá Party Zone Casanova, BenSol og Frímann.

Það liggur því beinast við að kvöldið heiti Bugged Out Party Zone.Aðal kvöldið okkar er síðan Party Zone Airwaves kvöldið á Nasa laugardagskvöldið á hátíðinni. Þar munu koma fram meðal annars FM Belfast, Jack Schidt, Kasper Björke og sjálfur Trentemöller.

Party Zone flutti fyrst inn Trentemöller í maí 2007 þegar hann spilaði á hreint út sagt frábæru og troðfullu Party Zone kvöldi á Gauk á Stöng sem að gleymist seint. Gauk á Stöng sem að gleymist seint. Seinna það ár kom hann svo aftur til Íslands og spilaði á Iceland Airwaves hátíðinni og þá á Listasafni Reykjavíkur.

Kasper Björke ætti ekki að þurfa að kynna mikið enda mikill Íslandsvinur hér á ferð sem hefur komið á Airwaves hátíðina undanfarinn ár fyrir utan öll hin partíin sem hann hefur komið til að spila á líka. Hann hefur svo unnið bæði með FM Belfast og Jack Schidt og því má búast við svakalegu stuði þegar allir þessir aðilar koma saman á einu stóru Party Zone kvöldi.

Upphitun verður að sjálfsögðu í þættinum á Rás 2 fram að hátíðinni þar sem aðalupphitunin verður í þættinum laugardaginn 17. október.

Það er nokkuð ljóst að þakið fer af Nasa og Jacobsen á Party Zone kvöldunum á Iceland Airwaves þetta árið.Við grófum upp gömlu tilkynninguna sem við settum á Huga frá því við fluttum Trentemöller in á sínum tíma.

www.hugi.is/djammid/articles.php?page=view&contentId=4877716

Nánar:
www.pz.is
www.myspace.com/trentemoeller
www.trentemoeller.dk
www.buggedout.net/