Techno.is kynnir Umek 14.nóvember.
Ásamt Exos,Oculus og fleirum.

Það er búið að vera langþráður draumur Techno.is í 4 ár að fá hina mögnuðu Techno goðsögn Umek til landsins en það mun gerast 14.nóvember á árshátíð Techno.is 2009.
Hann er þekktasti plötusnúðurinn og vinsælasti tónlistarmaðurinn innan danstónlistarinnar í Slóveníu og byrjaði að þeyta skífum árið 1993. Hann ber ábyrgð á hinum sterku rótum danstónlistar í sínu heimalandi ásamt félögum sínum Marco Nastic og Valentino Kanzyani. Fljotlega byrjuðu að koma út plötur eftir Umek í massavís en hann skilur eftir sig meira en 500 útgáfur.
Umek náði þá heimsfrægð í hinum stóra techno heimi þegar hann gaf út smáskifuna “ Lanicor”. Vakti það sérstaka athygli hjá einum þeim virtasta í bransanum þessa tíma, Dave Clarke“ og tók hann lagið í sérstakt ástfóstur og spilaði það við hvert einasta tækifæri og ávalt við góðar undirtektir.
Árið 1999 stofnaði Umek plötuútgáfuna ”Recycled Loops“ en þar gaf hann út svo kallað ”tribal techno“ sem var gríðarlega vinsælt innan technosins. Plötur á borð við ”Voices Of Africa“ fylgdu í kjölfarið og voru mikið spilaðar af nöfnum eins og Jeff Mills og Carl Cox.

Árið 2001 kom út smáskífan ”The X EP“ sem innihélt lögin ”Brotax“ og Gatex” en techno plötusnúðar og tónlistarmenn út um allann heim misstu andann yfir þessari útgáfu.
Á þessum tíma voru skilinn milli techno og trance tónlistar mjög stór og þeim nær aldrei blandað saman. Það þótti þá vekja mikla athygli þegar frægasti trance plötusnúður heimsins, Dj Tiesto vildi ólmur “remixa” lagið “Gatex” sem vakti mikla lukku í syrpum hjá ólíkum plötusnúðum víðsvegar um heiminn.
Umek varð einn eftirsóttasti techno plötusnúður veraldar og vakti heimsathygli á þvi hvernig hann blandaði saman þremum plötuspilurum ásamt notkun sérstakra “effectatækja” á meðan hann spilaði.
Árið 2004 kom út mixdiskurinn “Time Warp Compilation.04” sem enginn techno aðdáendi lét fram hjá sér fara og sýndi vel hvað Umek hafði fyrir stafni á bakvið spilaranna á þessum tíma.

Árið 2006 tók Umek óvænta stefnu sem fáir bjuggust við og gaf út lögin “Iam Ready”, “Posing as me” og “Carbon Occasions” sem þóttu mjög hlustendavæn og í poppaðari kantinum. Umek gerði tónlistarmyndband við lagið “Posing as me” og það gerði góða hluti á “MTV”.
Árið 2007 helgaði Umek sig nýju verkefni, “1605 music therapy”. Var þetta nokkuð áhættusamt verkefni fyrir hann en það borgaði sig heldur betur. Ef hann ætlaði að vera áfram á toppnum þá þurfti hann eitthvað nýtt og ferskt. 1605 er aðalega plötuútgáfa sem sérhæfir sig í að gefa raftónlistarmönnum byr undir báða vængi hvað varðar sköpunargáfu. Þetta verkefni hans varð til þess að alveg ný tónlistarstefna skapaðist, svokallað nýaldar-techno sem er allsráðandi í technoheiminum í dag. Þrátt fyrir að Umek sé best þekktur fyrir Techno er hann dáður og virtur af plötusnúðum frá öðrum stefnum innan danstónlistarinnar og þvi hafa nöfn eins og Sander Kleinenberg, Judge Jules, Eddie Halliwell, Carl Cox, John Digweed, M.I.K.E. og plötuútgáfan Armadamusic (Armin Van Buuren) öll notað lög eftir hann á sínum nýjustu “mix” diskum.
Hann var einnig aðalnúmerið á stórum danshátíðum í sumar eins og Primavera, Monegros og Dance Valley en í gegnum tíðina hefur hann spilað á öllum helstu og stærstu Techno viðburðum heims.
Techno þarf að halda áfram að vera ferskt og ef það nær því þá held ég að það verði enn sterkara.
(Techno needs to stay fresh and if it does that then I think it will become even stronger," Umek opines.)

Nokkur lög eftir Umek.

Umek - you might hear nothing
umek - designed persona
umek - pulling the trigger
umek - lanicor
umek - posing as me
umek - akul