Á Íslandi er danstónlistarsenan í hámarki þessa dagana og mikil vakning hefur orðið meðal almennings ásamt auknum áhuga fyrir tónlistinni.
Þá hefur aldrei verið jafn gott úrval íslenskra plötusnúða fyrr en nú, en boðið er til mikillar “Dj” veislu á Nasa laugardaginn 10.október

þegar fleiri en 12 plötusnúðar mætast og leiða hesta sína saman.
Gamlir og góðir ásamt nýjum og ferskum nöfnum verður flaggað á Nasa langt fram á nótt en húsið opnar um miðnætti og er ókeypis inn til
klukkan 01.00. en eftir það eru það litlar 1000 kr. Þá hvetjum við gesti okkar til að mæta snemma og hlíða á góða tónlist frá byrjun til enda.Techno.is kynnir

Íslenskt klúbbakvöld með mörgum af okkar bestu plötusnúðum.
Fram koma :

OliOfur, Bjossi Brunhein,
Exos, Jack Schidt a.k.a Dj Margeir,
VidarMani, Dj Atli, HalliBal,
Kiddi Ghost, Impulze
Hugarástand (Dj Frímann og Dj Arnar),
og Árni Skeng (Dubstep.is)
Oli Ofur. Síðastliðin ár hefur Óli Ofur verið einn heitasti brennidepill íslenskrar neðanjarðarmenningu danstónlistarinnar á Íslandi.
Hann stofnaði Ofur kvöldin í sínum heimabæ Akranesi árið 2001 og Ofur nafnið festist við hann. Óli Ofur hefur verið kyndiberi “Rave”
menningarinnar á Íslandi en hann hefur haldið mörg slík með frábærum árangri. Óli Ofur hefur ávalt verið ferskur í sínu fagi en ávalt
spilað frá hjartanu laus við hin illu markaðsöfl og þannig hlotið mikkla virðingu og vinsemd innan neðanjarðar danssenunnar.
Óli Ofur blandar saman Techno og House tónlist skemmtilega saman svo úr verður eðal Techouse groove, á meðan brýst út dansmaður nokkur…
Dansmaðurinn Óli. Hann hefur spilað með nöfnum eins og Dj Lucca, James Holden, Carl Craig og Techno guðinum sjálfum Adam Beyer.


Bjössi Brunahani, Brunhein eða hvað þú vilt kalla hann. Einn sá eftirminnalegasti og færasti plötusnúður landsins frá upphafi.
Bjössi hefur komið víða við í gegnum árin og skannað nær allar gerðir danstónlistarinnar þó mestmegnis Techno.
Að heyra Brunahanann leika listir sínar með þriðja spilarann er mögnuð skemmtun og hefur hann spilað á óteljandi einstökum kvöldum í gegnum
tíðina. Þvi miður hefur Bjössi Brunahani ekki stígið upp á svið Nasa síðan Sander Van Doorn kom til landsins í fyrra svo ekki missa af
Brunahananum í öllu sínu veldi. Bjössi hefur spilað með nöfnum eins og Misstress Barbara, Luke Slater, Christian Smith og mörgum fleirum,
oftar en ekki verið aðalnúmerið sjálfur.


Exos eða öðru nafni Arnviður Snorrason er tónlistarmaður og plötusnúður sem hefur verið iðinn við að halda danstónlistarkvöld í Reykjavík
undir formerkjum Techno.is. Hann hefur gefið út um 20 smáskífur og 3 breiðskífur á íslenskum og erlendum útgáfum eins og Force inc og Thule
records. Fylgdi hann þeim eftir með þvi að spila víðsvegar um Evrópu á virtum klúbbum eins og Badofar í París, Paradiso í Amsterdam,
Tresor í Berlín, U club í Bratislava og Babylon í Izhevsk svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur unnið útgefin “remix” verkefni með nöfnum eins
og Ben Sims, Mark Broom og Dj Rush og spilað með
nöfnum á borð við Adam Beyer, Marco Carola og Dave Clarke. Exos hefur fengið lof gagnrýnanda fyrir tónlist sína í tímaritum eins og Wired
og Groove magazine og á netsíðum á borð við hina virtu www.allmusic.com. Síðast liðin ár hefur Exos haft það fyrir markmið að stækka
danstónlistarsenuna á Islandi undir formerkjum Techno.is og sjá um samnefndan útvarpsþátt sem er öll fimmtudagskvold milli 22.00 - 01.00 á
flass 104,5.


Jack Schidt eða Dj Margeir eins og aðdáendur House tónlistarinnar á Íslandi þekkja hann hefur náð ótrúlegum árangri í tónsmíð sinni
síðastliðin ár. Undir nafninu Gluteus Maximus ásamt President Bongo (Gus GUS) hefur hann remixað eftir góðvin sinn Trentemöller og íslensku
sveitina Sigurrós en þessar útgáfur voru gefnar út á Kompact records hvorki meira né minna. Hann hefur komið víða við í gegnum tíðina og
átti stærstan heiðurinn á þvi að kynna House tónlistina fyrir íslendingum ásamt Party Zone á árum áður.
Jack Schidt hefur verið mjög duglegur við að spila erlendis upp á síðkastið og er tíður gestur á virtum og frægum klúbbum erlendis.
Eitt af snilldarverkum Dj Margeirs er án efa “Dj Margeir og Sinfó” en þá kemur hann fram með níu manna strengjasveit ásamt öðrum
tónlistarmönnum. Margeir hefur komið fram hérlendis með nöfnum eins og Masters at Work og Thomas Banghalter svo eitthvað sé nefnt.


Dj A.t.l, Dj HalliBal og Vidar Máni eru ferskir og nýjir plötusnúðar Techno.is en þeir hafa verið að spila mikið í útvarpsþættinum
Techno.is á flass 104,5. Halli Bal og A.t.l hafa verið að spila á síðustu kvöldum Techno.is með nöfnum eins og Wolfgang Gartner, Tomcraft,
Marco Bailey og síðast Kamui við vægast sagt frábærar undirtektir. Viðar Máni er að spila í sitt fyrsta skipti á Nasa og er honum spáð miklum hetjudáðum.


Kiddi Ghost eða hreinlega bara Ghost þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann varð strax áberandi í danstónlistarlífi landsins árið 2006 og
hefur verið þar síðan. Hann sá um Flex music sem var útvarpsþáttur og promotion fyrirtæki sem sem verður gleimt með mögnuðum klúbbakvöldum.
Erlendir gestir á borð við Deep Dish, Nick Warren, Desyn Masiello, Deadmau5 og D.Ramirez komu á vegum Flex svo eitthvað sé nefnt en Flex
voru duglegir að kynna það heitasta í danstónlistinni hverju sinni í útvarpsþættinum Flex öll föstudagskvöld á Xinu um árið.


Impulze er Guðni Einarsson, maðurinn á bakvið Hugsandi Danstónlistarkvöldin sem haldin voru á Barnum, gammla 22 á laugavegi.
Þau gengu vonum framar og voru einu alvöru Techno kvöld Íslands á meðan þau voru í gangi.
Með þessum leik gerðist Impulze mikilvægur hlekkur innan Techno senunar á Íslandi en hann er nýútskrifaður úr SAE, Sound Engineering
Amsterdam. Hann er genginn til lið við Exos sem annar helmingur útvarpsþáttarins Techno.is þar sem þeir sjá um Techno.is top 10 listann,
útvarpsviðtöl við erlenda techno tónlistarmenn og plötusnúða svo eitthvað sé nefnt. Impulze hefur margt fyrir stafni og hyggst gefa út
meira af tónlist innan skamms þannig að fylgist vel með honum á næstu vikum og mánuðum.

Hugarástand mynda þeir Dj Arnar og Dj Frímann en Hugarástand á sér rætur að rekja alla leið til ársins 1999 og byrjaði sem útvarpsþáttur á
útvarpsstöðinni Skratz fm og síðar á X-inu. Klúbbakvöld á skemmtistöðum fylgdu í kjölfarið og festu sig fljótt í sessi sem ein öflugustu
klúbbakvöld fyrr og síðar. Tóku þeir kappar púlsins á þvi heitasta og ferskasta sem var að gerast í underground klúbbamenningu á þessum
tíma en það var skotheld blanda af progressive, House og Techno og síðan en ekki síst af tónlistarstefnunni Techouse sem var á miklu
blómatímabili á þessum árum. Á íslandi var skemmtistaðurinn Club Thomsen aðalgrundvöllur danstónlistarinnar og þar á bæ voru Hugarástand
með ógleimanleg kvöld annan laugardag hvers mánaðar. Þar voru samankomnir dansþyrstir og óþreyjufullir aðdáendur Dj Arnars og Dj Frímanns.
Þeir héldu uppi stemmningunni langt fram á rauðann morgunn þangað til þeir voru hreinlega neyddir til að
yfirgefa rennblautann og rauðglóandi kjallara Club Thomsen þar sem að bjartur sunnudagsveruleikinn tók við.
Það var aðeins eitt við þvi að gera…
Finna gott eftirparty og hlusta á Hugarástands diskinn og bíða eftir næsta kvöldi með þessum snillingum.Árni Skeng (Dubstep.is) er erindreki Dubstep stefnunnar á Íslandi sem skyndilega varð ofurvinsæl um mitt sumarið á Íslandi.
Þó heyrðist fyrst til þessarar tónlistar fyrst opinberlega á klúbbakvoldi árið 2005 og þá á gamla Gauknum við Tryggvargötu þegar Plaid
skemmti gestum sem plötusnúður. Eitt og eitt Dubstep lag heyrðist svo í kjölfarið hjá hinum og þessum plötusnúðum af og til en það var ekki
fyrr en Breakbeat.is liðar tóku að sér að kynna þetta almennilega fyrir íslendingum. Arni Skeng er einn af þeim sem hefur verið að spila
þessa tónlist hvað mest út um allar tryssur en hann er maðurinn á bakvið Dubstep.is sem er ný heimasíða sem opnar innan skamms.