Techno.is kynnir í samstarfi við Bacardi Breezer eitt magnaðasta klúbbakvöld ársins. Desyn Masiello á Nasa daginn fyrir lýðveldisdag íslendinga, 16.júni ásamt Exos, Dj Eyva og Richard Cuellar.

Þetta er í þriðja sinn sem Desyn Masiello kemur til landsins og ekki að ástæðulausu enda ótrúlega vinsæll hérlendis og í mikklu uppáhaldi meðal íslenskra danstónlistarunnenda. Desyn spilaði á Nasa í desember mánuði árið 2006 á vel heppnuðu og rafmögnuðu klúbbakvöldi sem enn er minnst sem eitt af bestu kvöldum seinni ára af þeim sem viðstaddir voru.

Desyn Masiello vakti fyrst heimsathygli þegar nokkrir af heitustu “progressive house” plötusnúðum heimsins, Sander Kleinenberg, Deep Dish og Danny Howells titluðu hann sem besta plötusnúð framtíðarinnar. Í sömu andrá bauð Sasha hann velkominn um borð á hans eigin umboðsskrifstofu og þá byrjaði ballið fyrir alvöru.
Desyn skaust með methraða upp á stjörnuhiminninn þegar hann spilaði svo á 80 klúbbum á 100 dögum en það telst met innan danstónlistargeirans.

Desyn Masiello hefur einstakt lag á þvi að blanda saman því besta úr klassískri “House” tónlist með “progressive” yfirbragði og “techy” ívafi þar sem úr verður blanda af eðaldanstónlist, sérsmíðuð fyrir rafmögnuð klúbbakvöld. Hann er með sinn eiginn stíl sem einkenninst af stigmagnandi keyrslu og þéttleika á sinn einstaka hátt.
Desyn Masiello uppljóstrar leyndarmálinu sínu á þann hátt að hann tekur lög sem veita honum innblástur, endurgerir þau og betrumbætir.
Þessi sérstaka tækni og uppfærsla gerir honum kleift á að leyfa fólkinu á dansgólfinu að heyra öðruvísi útgáfur af lögunum og við það myndast ávalt sérstök stemmning.
Óhætt er að mæla með “Essential mix”,árið 2004 og “Balance” mixdisknum hans ásamt “Orginal series” á Bedrock records.
Desyn Masiello hefur einnig verið mjög upptekinn í plötusnúðatríóinu S.O.S. með félögum sínum Demi og Omid úr 16b en þeir hafa spilað út um allann heim og vakið ótrúlega og verðskuldaða athygli í danstónlistarheiminum.
Ásamt Desyn Masiello koma fram Exos, Dj Eyvi og Richard Cuellar en miðasalan er hafin í Mowhawks Kringlunni.