Það er ótrúlegt hvernig hinn nýji “electrohouse” kóngur Bandaríkjanna, Wolfgang Gartner, hefur tekist að brjóta upp“alvarleikann” sem einkennir oft heim danstónlistarinnar.
Við fyrstu sýn virðist Wolfgang Gartner vera nýleg stjarna á dansradarnum en nánari skoðun leiðir í ljós að hann á að baki fjöldann allann af frábærum útgáfum enda byrjaði hann 11 ára gamall að búa til danstónlist.
Hann hefur farið í gegnum allt tónlistarlitrófið og
í tónlistinni hans er gífurleg reynsla og má segja að hann sé á hátindi sköpunar sinnar. Wolfgang Gartner hefur fylgt útgáfum sínum eftir túrað út um allan heim, má þar nefna Japan, Suður - Afríka, Rússland , Ibiza,og allt þar á milli.
Wolfgang Gartner hefur átt 3 lög sem hafa radað á top 10 á beatport.com, átt lag vikunnar hjá Pete Tong “essential new tune of the week” og
spilað með mörgum af fremmstu plötusnúðum heimsins.
Þessa helst má nefna lög og "remix eftir Wolfgang Gartner,
Play Dub, Flashback, Clap, og Classixx Cold Act Ill (Wolfgang Gartner Monster Mix) og síðan en ekki síst BenDJ Feat. Sushy - Me & Myself (Wolfgang Gartner mix) sem hefur verið að gera stórkostlega hluti á útvarpstöðvum og klúbbum út um allann heim.

Ekki missa af Páskadjammi Techno.is 2009 með Wolfgang Gartner og plötusnúðum Techno.is.
Exos og Sindri Bm leiða saman hesta sína ásamt Autofresh.
Autofresh eru plötusnúar/tónlistarmenn stíga á stokk í fyrsta sinn en þeir hafa verið að gera magnaða tónlist upp á síðkastið og munu þeir frumflytja ný lög eftir sjálfan sig þetta umrædda kvöld.
Forsalan er hafin í Mohawks Kringlunni og kostar 2000.