Tók mér leyfi að senda þessa tilkynningu inn. Finnst þetta vera frábært framtak og viðbót við senuna.

Techno.is í Samvinnu við Hljóðfærahúsið:
Lærðu að búa til Techno, Electro, House og Hip Hop!

Námskeið í Raftónlistargerð:
Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í heim raftónlistar og gerð hennar. Kennt verður á tónlistarforritið Ableton Live* (www.ableton.com) og munum við fara í ýmsa þætti svo sem hljóðvinnslu, midi- tækni, upptökur o.fl. sem tengist tæknilegu hliðinni á raftónlist. Við munum svo leiðbeina nemendum í gegnum fyrstu skrefin í eigin lagasmíðum, kenna þeim um uppbyggingu laga og einkenni mismunandi stenfa s.s. House, Techno, Electro, Ambient o.s.fr.
Þar að auki verður farið yfir sögu raftónlistar, hverjir voru helstu áhrifavaldar og hvernig hún hefur þróast gegnum árin.
Við verðum einnig með frábæra gestakennara sem koma og deila sinni sérþekkingu.

Námskeiðið er ætlað nemendum í 8 – 10 bekk og er fyrir byrjendur sem lengra komna.
Um er að ræða fimm skipti talsins þar sem kennt verður tvo tíma í senn. Verð 40.000.-

*Forritið er til fyrir Apple Mac og PC

-
Um leiðbeinendur:

Þórhallur Skúlason a.k.a THOR er guðfaðir raftónlistarsenunnar á íslandi. Hann var ásamt tónlistarmanninum Biogen í rafdúettnum Ajax snemma á níunda áratugnum og efni eftir hann hefur verið gefið út á öðrum tug platna hjá mörgum stærstu hljómplötufyrirtækjum í heimi. Hann rak lengi íslenska útgáfufyrirtækið Thule Musik sem var fyrsta íslenska útgáfan sem sérhæfði sig í framsækinni íslenskri tónlist. Meðal samstarfsaðila hans í má nefna Björk, Sigrurrós, Goldie, Bubba Morthens, múm, Gus Gus auk fjölda annara listamanna. Þórhallur hefur verið virkur plötusnúður í um 25 ár og hefur túrað bæði Bandaríkin, Evrópu og Rússland auk þess sem hann hefur spilað á flesstum skemmtistöðum Reykjavíkur.

Bjarki Hallbergsson a.k.a Bjarki Tweak aka. Plugg´d nam hljóðupptökufræði í hljóðvinnsluskólanum School of Audio Engineering í Bretlandi á árunum 2004 til 2006. Hann hefur verið DJ síðan hann var 18 ára gamall og hefur getið sér hljóðs á klúbbasenunni hér heima og er í dag einn af topp plötusnúðum Techno.is. Hann var um tíma fastráðinn á hinum vinsæla Papparazzi klúbb í Manchester sem og hefur m.a. komið fram á klúbbakvöldum fyriri Mininstry of Sound, Pacha og Head Candy.
Auk þess að vinna að eigin tónlist hefur hann með hljómsveit sinni Plugg´d gert remix fyrir Gus Gus og Pál Óskar.

Áhugasamir hafið samband :
Bjarki: 8482214 eða sendið póst á bhtweak@hotmail.com
Þórhallur: 6914488 eða sendið póst á thor54@me.com