Stærsti Party Zone þáttur ársins verður laugardagskvöldið 31.janúar þegar árslisti þáttarins verður kynntur. Sem fyrr er það Topp 50 listi byggður á vísindalegu vali plötusnúða þáttarins, hlustenda, frammámanna senunnar og PZ listum ársins.

Okkur þáttarstjórnendum finnst alltaf jafn gaman að eyða hálfum Janúar mánuði í að undirbúa þennan þátt.
4 og hálfstíma partýannáll Party Zone er nú fluttur í 19. sinn. :) Stay Tuned!.

Öllum sem hafa áhuga á að taka þátt einfaldlega smellið listum á okkur í pz@ruv.is eða bara hér á Huga. :)