Techno.is og Nasa vilja þakka stuðninginn á liðnu ári. Í tilefni þess er ókeypis inn laugardaginn 10.janúar,næstkomandi.

Trevor Rockcliffe spilar á Íslandi í fyrsta sinn og það í janúar mánuði. Hann hefur verið einn færasti Techouse/Techno plötusnúður Bretlands í gegnum árin og er einmitt sá plötusnúður sem hefur spilað hvað mest með Carl Cox í gengum tíðina. Hann hefur unnið mikið með Mr.G (Advent) síðast liðin 10 ár en saman hafa þeir skilið eftir sig slagara á borð við “Definition Of Love” .
Trevor Rockcliffe hefur skilið eftir sig margar “ep” plötur síðastliðin ár og má þar nefna “A sound called house”, “Lets get to gether”. Hann hefur einnig unnið með mörgum tónlistarmönnum á borð við Blake Baxter, Christian Smith og Daz Sound.
Ekki missa af Trevor Rockcliffe á Tunglinu á fyrsta kvöldi Techno.is á nýju ári, 2009.