Plötusnúður #1 - BenSol BenSol er kleyfhuga leynimeðvitund drengs sem heitir Benedikt Sölvi Stefánsson.
Sjaldan vita þeir af hvor öðrum og tala þess vegna um hvorn annan í þriðju persónu. Oft er ekki langt í samkeppnina milli þeirra tveggja þó góður andi og mikil virðing ríki á milli þeirra.

BenSol er Reykvíkingur í húð og hár. Fæddur og upplinn í Breiðholti en hefur búið síðustu 10 ár ca. í hringamiðju Íslands, Miðbær, 101 RVK.

Hann byrjaði að plötusnúðast 12 ára gamall (1986) á grunnskólaskemmtunum og félagsmiðstöðvum. Vann sig upp á einhverjum árum og þegar hann hætti árið 1994 hafði hann spilað á flestum skemmtistöðum landsins og tekið þátt í uppbyggingu ravemenningarinnar í USA. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur Dj BenSol legið í dvala síðan.
Eitthvað kraftaverk orsakaði það að hann fær tónlistarbakteríuna aftur í sig sumarið 2008 og langar mikið að byrja upp á nýtt að gera það sem hann elskar. Danstónlist.

Helstu áhrifavaldar eru Depeche Mode, Kraftwerk, 303, 808, 909, Ibiza, MoS, Dj Sasha og flestir vinir hans í Global Underground fyrr og síðar. Todd Terry, Frankie Knuckles, Tony Humphries, MaW og bara allir gömlu meistararnir sem eru allt of margir til að telja upp hér. Bara total respect !

Þetta er Dirty Bongo ástríðu House mix með Minimal tilfinninga Tech ívafi. 37 mín að lengd.
Þetta mix er tekið upp live í hús-teiti á Íslandi. Lítill mixer og tveir 800 spilarar. Engin hjálparforrit né tölva. Þetta er fyrsta tilraun hans að spila síðan 1994. Langt frá því að vera fullkomið, en okkur tveim líkaði það vel og vonumst til að þið gerið það líka J

Því miður er ekki hægt að finna lagalistann að svo stöddu þar sem hann var ekki skrifaður niður. En þetta voru lög úr plötutöskum 2 plötusnúða ásamt hans eigin.

Syrpa: http://www.simnet.is/cube/DjBenSol-HouseParty-070608.mp3

Flokkur: Non-Digital.
Notast var við: 2xPioneer 800, 1xMixer.
Lagalisti:
Ekki til staðar.

http://www.myspace.com/djbensol

——————————————————-

Þessi syrpa er í hópi þeirra sem taka þátt í plötusnúðakeppni Flex Music. Þú getur skráð þig til leiks með því að senda inn póst á flex@flex.is - Hér fyrir neðan fáið þið svo tækifæri til þess að tjá ykkur um syrpuna.

Eftir áramót kemur svo inn könnun hér sem stendur yfir í nokkrar vikur sem mun kunngera sigurvegara.

——————————————————-