Kamui hefur skapað ringulreiði í tónlistar heiminum með sinni brjáluðu blöndu af ‘Tech Trance’ og ‘Hard Trance’. Það sem kemur samt mest á óvart , er að þegar þeir voru nýkomnir úr menntaskóla voru þeir þegar byrjaðir að fá símtöl frá stórum útgáfufyrirtækjum og komnir með mjög mikla reynslu í hljóðblöndun , eitthvað sem sumir og margir plötusnúðar eru mörg ár að öðlast.

Kamui aðeins tvítugir að aldri betur þekktir sem Dominik Felsmann og Patrick Scheidt , tvíeykið frá Stuttgart í Þýskalandi kynntust í gegnum síðu sem fjallaði um stefnur og hljóðblöndun plötusnúða , en hittust í eigin persónu fyrst árið 2003 og urðu strax bestu vinir.

Þegar þeir ákváðu að blanda sínum stefnum saman skapaðist Kamui, frægðin sprakk bókstaflega eftir að lagið þeirra ‘Ghosts’ sem var gefið út af útgáfufyrirtækinu ‘Overdose label’ kom út. Síðan hafa þeir gefið út sín eigin lög og ‘remix’ með þekktum útgáfufyrirtækjum svo sem ‘ Overdose’ , ‘Tracid Traxxx’ , ‘ Traffic Tunes’ , ‘Straight On Black’ , ‘Drizzly’ og ‘Druck’.

Tvíeykið hefur gert sína eigin stefnu með blöndu af nánast hverri einustu dans tónlistar stefnum sem til eru. Einstaki stíllinn þeirra hefur látið suma plötusnúða í harðari kantinum verið alveg agndofa af þessari tónlist sem kallast ‘ Hardfunk’. Árið 2006 byrjuðu þeir að sýna heiminum sig og héldu marga tónleika í löndum eins og Ástralíu , Canada , Bretlandi , Írlandi og Þýskalandi.

2007 spiluðu þeir á ‘Dance Walley’ sem er þekkt hátið í Hollandi þar sem stefnur og plötusnúðar frá mismunandi löndum með mismunandi tóna sýna sig og slógu þar heldur betur í gegn. Ekki var það nóg heldur var þeim boðið að spila á ‘Defqon 1’ sem er lengsta ‘ Hardstyle’ hátiðinn í Hollandi og gott er að benda á það að hún er haldin á strönd.

2008 byrjaði með látum þar sem tvíeykið gaf út sitt nýjasta ‘Single’ lag ‘ Electro Slut ’, sem hefur verið notað af stórum plötusnúðum svo sem Alex Kidd. Margir plötusnúðar segja fólki að hafa varann á þar sem Kamui eru bókstaflega að springa.