Nations #3 á Tunglinu nk. laugardagskvöld Þeir sem hafa upplifað Nations kvöldin hjá Ghozt og AJ Caputo í gegnum tíðina vita hvað er í vændum. Kvöldin hafa flust af Barnum sáluga yfir á næturklúbb borgarinnar, Tunglið.

Þann 25. október næstkomandi hefst þriðja kvöld seríunnar þar sem aðdáendur danstónlistar verða ekki fyrir vonbrigðum með tónlistarval kvöldsins þar sem ný tónlist (ný'bylgju-teknó ma.) mun vera í hávegum höfð. Þetta mun vera á laugardagskvöldi.

Plötusnúðar kvöldsins lofa að spila ekkert sem flokkast undir leiðinlega raf-danstónlist. Þetta verður bara gaman.

Vertu með. Sendu póst á flex@flex.is ef þú vilt komast á gestalista og spara þér þúsund kall.

Tekið er fram að í Klúbbaþættinum Flex kvöldið á undan, s.s. föstudagskvöldið 24. október munu þessir sömu plötusnúðar hita rækilega upp fyrir kvöldið, spila hluta af því sem mun hljóma þetta kvöld ásamt að gefa á gestalista og annað góðmeti fyrir hlustendur þáttarins.