Nýbylgjuteknó á Iceland Airwaves 2008 X-IÐ 977 OG FLEX MUSIC Á ICELAND AIRWAVES 2008
Skemmtistaðurinn 22 við Laugaveg mun ljóma sem aldrei fyrr á laugardagskvöldið 18. október. Stjórnendur Klúbbaþáttarins Flex ásamt hinum eina sanna Asli eiga von á frábæru Airwaves kvöldi. Ef þú hefur gaman af nýbylgjuteknó þá er þetta kvöld fyrir þig. Flex bræðurnir Ghozt og Brunhein hafa staðið fyrir mörgum af þéttum og skemmtilegum kvöldum í borg óttans. Asli ættu flestir að þekkja sem einn af aðstandendum Barcode sem tryllt hefur lýðinn undanfarin ár.

Hitað verður upp föstudagskvöldið 17. október í klúbbaþættinum Flex á X-inu 97.7 á slaginu 19:00.
Gefnir verða boðsmiðar á kvöldið og spilað verður ýmislegt af því sem mun heyrast síðar um kvöldið á skemmtistaðnum 22.

Október/ 18.
Jonfri/ Asli.
Kiddi/ Ghozt.
Bjössi/ Brunhein.
Laugavegur/ 22.

Nældu þér í miða á Iceland Airwaves á Midi.is eða keyptu inn við hurð.