Við störtum vetrardagskrá þáttarins laugardagskvöldið 4.okt á Rás 2, kl 19:30-22:00. Þetta sama kvöld höldum við síðasta Dansa Meira kvöldið í samvinnu við Smirnoff. Það má því segja að sumar og vetur frjósi saman þetta kvöld. Þátturinn mun sem fyrr koma með ýmsar nýjungar þó svo aðalatriðið verði auðvitað áframhaldandi stuð og alvöru danstónlist. Hér eru helstu atriði sem Party Zone hlustendur þurfa að vita.




Helstu dagskrárliðir eins og Múmían, Plötusnúður kvöldsins og mánaðarlegur PZ listi verða auðvitað áfram megin dagskrárliðir þáttarins. En hér koma nokkur önnur stuðgefandi mál á dagskrá þáttarins:



Fimmtudagsfiðringurinn

Við ætlum að setja fimmtudagsfiðringinn í loftið að nýju sem reglan er einföld, 5 lög sett saman í mix og sá sem það gerir gefur settinu lýsandi nafn og skrifar nokkrar línur um það. Fimmtudagsfiðringurinn er settur inná www.pz.is á fimmtudagskvöldum. Podcastarar fá því smá aukaskammt í upphafi helgar til að koma þeim í stuð og í leiðinni minna þá á þáttinn á laugardagskvöldinu. Við munum ýmist setja hann saman sjálfir eða fá aðra áhugasama til að senda okkur fiðring.



Nauðsynlega mixið.

Við ætlum að halda áfram að nýta vefsíðu þáttarins til að koma á framfæri góðri tónlist. Nauðsynlega mix PZ er mánaðarlegt mix sem sett er á vefinn ásamt trakklista og nokkrum línum um viðkomandi plötusnúð. Viðkomandi sett verður síðan auglýst upp á Rás 2 sem Nauðsynlega Djmix mánaðarins á www.pz.is. Við endurvekjum þennan lið en fyrir nokkuð mörgum árum gáfum við út mixteip með þessum nöfnum.



PZ Live sessions.

Pælingin er að fjórum sinnum í vetur hyggjumst við fá einhverja artista úr raftónlistarheiminum hér heima í heimsókn í hljóðver Rásar 2 og einfaldlega halda tónleika í beinni. Fyrsta Live session vetrarins er áætlað í lok október. Vonir standa til að með þessu verði til banki af flottum tónleikum sem fara í safn Ríkisútvarpsins. :)



Remix Session Party Zone.

Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í svolítin tíma. Hugmyndin er að fá aðgang að masterum einhverra íslenskra dægurperla og setja þá í hendur helstu endurhljóðblandara landsins. Afraksturinn verður síðan fluttur í þættinum og höfundar lagsins jafnvel fengnir til að tjá sig um málið. Þetta verður kynnt betur fljótlega. VIð hyggjumst gefa þekktum sem og óþekktum grúskurum í danstónlistinni tækifæri til að taka þátt hér.





Þetta eru svona helstu pælingarnar hjá okkur í Dansþætti Þjóðarinnar, Party Zone.



Við minnum á elsta Podcast landsins, sem fagnar nú 4 ára afmælinu fljótlega. Fyrir ykkur Itunes notendur. Endilega smellið einfaldlega á Podcast hnappinn niðri til vinstri á www.pz.is

Minnum ykkur sömuleiðis á póstlista þáttarins, smellið bara póst á partyzone@vortex.is og við setjum ykkur í áskrift.



Þátturinn er sem fyrr á dagskrá Rásar 2, öll laugardagskvöld 19:30 til 22:00. Það er náttúrulega aðalatriðið. :) Á meðan við erum í loftinu getið þið alltaf verið í sambandi við okkur á MSN, MSN þáttarins er sem fyrr partyzone@vortex.is og endilega “addið” ykkur þar.


Endilega sendið okkur hugmyndir eða óskir um tónlist á netfangið okkar pz@ruv.is eða pz@pz.is.

Erum við ekki bara klár í ÚBERTANZ í vetur. Endilega kommentið á þetta…

kveðja, Party Zone.