Klúbbaþátturinn Flex á breyttum tíma í vetur. Föstudagskvöld frá 22 til 24! Klúbbaþátturinn Flex tilkynnir breyttan tíma á X-inu 97.7.

Framvegis mun þátturinn vera á dagskrá á föstudagskvöldum frá tíu til tólf. Einstaka sinnum mun þátturinn lengjast fram til eitt við skemmtileg tilefni. Þetta er til komið svo flestir geti notið þáttarins en eins og kunnugir vita þá var annar flottur útvarspþáttur á dagskrá á sama tíma og Flex. Það mun breytast því héðan í frá. Sömuleiðis verður mun auðveldara að fara yfir hvað er að gerast um helgina í þættinum heldur en hingað til hefur verið. Einnig er það ljóst að föstudagskvöldin er óplagður akur hvað þetta varðar og því er þetta kærkomin viðbót við klúbbamenningu klakans á föstudögum.

Því hvet ég sem flesta að hlusta á þáttinn í beinni á Flex.is og skrá sig í podcast þjónustu þáttarins sömuleiðis. Einnig hafa tveir plötusnúðar bæst í hóp stjórnenda þáttarins en Bjössi Brunhein snýr aftur úr útlegð ásamt því að Danni Bigroom kemur til með að hýsa þáttinn þegar veður leyfir.

Allar athugasemdir vel þegnar!

http://www.flex.is