Juan Atkins Ég er alveg hundfúll að þessi snillingur sé ekki jafniðinn við kolann eins og hann var hér í denn, en ég er að tala um hinn 40 ára gamla Juan Atkins. Karlinn fæddist í Detroit árið 1962, pabbi hans var tónleikahaldari….köllum hann bara Bjössa Steinbeck, Juan Atkins byrjaði að spila á bassa sem ungur maður og skömmu síðar færði hann sig yfir á syntann. Síðan er það alveg við hæfi að nefna nokkra að sterkum áhrifavöldum Juan Atkins en þeir eru meðal annars Kraftwerk, Telex, Gary Numan, Prince og the B-52's.

Juan Atkins var í Belleville Junior High School sem snáði og þar kynntist hann þeim Derrick May og Kevin Saunderson en hann kynntist þeim í gegnum yngri bróðir sinn. En það er sagt að þeir þrír séu nú upphafsmenn Techno tónlistarinnar eins og við þekkjum hana í dag. Eftir menntaskólann fór hann í Washtenaw County Community College og þar hitti hann engan annan en Rick Davis (hvar er hann í dag?!) en sá er maðurinn sem gaf út með efni undir nafninu Cybotron.

Hann var farinn að gefa út tónlist fyrir 20 árum síðan eða svo. Juan Atkins hefur gefið tónlist sína út undir hinum ýmsu nöfnun, sbr að nefna: Cybotron, Model 500 og Infiniti. Árið 1985 stofnaði hann plötufyritækið sitt Metroplex og hét fyrsta platan No UFO's og gaf hann hana út undir nafninu Model 500, en á þeim tíma bjó vinur hans Derrick May í Chicago og fór Juan Atkins með “nokkur” eintök af No UFO's þangað og þar seldi hann ásamt Derrick May nokkur þúsund eintök af plötunni sinni.

Annars hafði hann nóg að gera á 9. áratugnum en hann vann með Derrick May og Kevin Saunderson í projecti sem hét Deep Space Soundworks en það stofnuðu þeir árið 1981. Síðar stofnuðu þeir sinn eigin klúbb sem hét the Music Institute sem var auðvitað í miðborg Detroit, en þar þeyttu þeir vinir skífum ásamt mönnum eins og Eddie “Flashin” Fowlkes og Blake Baxter. Þessi klúbbur átti eftir að hafa mikil áhrif á 2. kynslóð techno-listamanna eins og Carl Craig, Stacey Pullen, Kenny Larkin og Richie Hawtin (Plastikman).

Upp úr 1988 fóru Bretar loksins að taka eftir þessari framtíðartónlist sem var að streyma frá Detroit og Chicago og fóru þeir Atkins, May og Saunderson í sína fyrstu af allnokkru ferðum sínum þangað. Enda hafði Atkins mikil áhrif á listamenn eins og 808 State, A Guy Called Gerald, LFO og Black Dog sem eru allir Bretar held ég allavega. Á þessum tíma var honum boðið að remixa listamenn eins og Fine Young Cannibals, Seal, Tom Tom Club, the Beloved og the Style Council.

Árið 1993 kíkti Atkins til Berlínar og heimsótti hann stúdíó Tresor records og vann hann með Thomas Fehlmann og Moritz Von Oswald <a href="http://www.hugi.is/raftonlist/greinar.php?grein_id=31442“>(Maurizo)</a>. Enda er erfitt að toppa minimal tónlist þeirra Juan Atkins og Maurizio, hvað þá þegar þeir eru að vinna saman!! 1995 gaf hann sína 2. breiskífu (ótrúlegt eftir öll þessi ár og bara 2 LP plötur!) en það var ”debut" plata Model 500 deep space en hún kom út á R&S. Endilega tékkið á þessari plötu ef þið hafið ekki hlustað á hana, hún breytti lífi mínu þegar ég var snáði.

Annars hefur hann ekki gefið mikið út síðan að deep space kom út, nema hvað að hann gaf út aðra breiðskífu undir nafninu Infiniti - Skynet en hún kom út 1998 og var gefin út á Tresor. Svo árið 1999 gaf hann út Mind and Body með Model 500 sem ég persónulega var ekki parsáttur með en hún kom út á R&S, þess má geta að Gus-Gus remixuðu Brave af þeirri plötu og var útkoman mjög góð hjá Gus-Gus.