Sæl öll sömul.
Þetta er nú engin grein sem fer fram hér að neðan en vonandi verður úr skemtileg lesning fyrir sem flesta.
Ég byð ykkur samt sem áður að setja ekki út á svör annara eins og oft gerist og byð ykkur einungis að svara spurningunni með smá texta sem er eftirfarandi.
Nefnið ykkar álit og ástæður.
Nefnið nokkra eða einhvern af ykkar uppáhalds raftónlist/danstónistarmönnum og segjið frá af hverju.


Hér koma minir…

1.Jeff Mills.
2.Aphex Twin
3.Basic Channel/Rhythm n Sound/Maurizio
4.James Holden

Jeff Mills , það hefur enginn náð betur en Jeff Mills að búa til jafn mikkla listgrein úr Technoinu, samanber Axis plöturnar, Humana, Cycle 30 og Metropolis.
Minnist nú ekki á þegar maðurinn gaf út heilann sinfóniu disk af sínum þekktustu lögum.

http://www.youtube.com/watch?v=STpOak4iAJY

Jeff Mills var fyrstur til að skapa hið svokallaða “tribal techno” og í nokkur ár eftir það kom nánast ekkert annað út í Technogeiranum heldur en tónlist sem var undir áhrifum frá Jeff Mills.
Engum techno tónlistarmanni hefur tekist að vera rhythmískari heldur en Mills og var hann langt á undann sinni samtíð.
Undanfarið hefur kappinn hins vegar þróast út í meira melódískara efni og er búinn að vera upptekinn í experimental geiranum með misjöfnum árangri.
Hann verður samt alltaf besti Techno plötusnúður og pródúser fyrir mér og mun enginn geta umbylt Techno stefnunni eins og hann gerði á sinn eftirminnalegan hátt.

Jeff Mills : Humana
Jeff Mills : The Bells
Jeff Mills : The purpose maker


2.Aphex Twin.

Ætla að reyna vera stuttorður.
Aphex TWIN er eftirminnalegasti, færasti og jafnframt besti raftónlistarmaður fyrr og síðar.
Það sannaði hann með endalausum snilldarverkum sínum , hvort sem þau voru ambient, drum and bass, 4/4 techno eða sinfóniur. Gammla efnið hans er ómetanlegur fjársjóður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara og má þar nefna bestu breiðskífu sem ég hef heyrt : Selected ambient works 2.
Einnig er nýja efnið frá Aphex mjög framúrskarandi og ég hika ekki við að kalla þennann mann eitt það besta sem hefur komið fram í tónlistarsögunni.

Aphex Twin : Selected ambient works 1-2
Aphes Twin : Ðolygon window
Aphex Twin : Classics


3..Basic Channel/Rhythm n Sound/Maurizio

Um er að ræða fyrstu minimal Techno dubaranna, þeir sem mótuðu minimalstefnuna, og já, "forsprakkar(Pioneers) minimal stefnunar í raftónlistinni.
Basic Channel/Rhythm n Sound/Maurizio náðu á magnaðann hátt að gera minimaldub, minimalið að einskonar trúarbrögðum hjá mjög mörgum, þar sem nánast ekkert gat komist nálægt þeirra stíl sem einkenndist af óendanlegum hljóðdjúpleika og sömu endurtekningunni sem var svo fullkomin að þu fekkst aldrei leið af henni jafnvel þótt þú hlustaðir á sama hringinn snúast endalaust, samanber : Maurizio m, 4,5.


http://www.youtube.com/watch?v=PE86vdwEtnI&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=ygHj9NZZ9Fk

Basic Channel 006
Maurizio - M 4,5
Rhythm & Sound - Roll Off

4. James Holden

James Holden hefur að mínu mati tekist manna best að samhæfa Progressive House, Glitch, Techno, Downtempo, Ambient með einskonar trance ívafi sem úr verður fyrir mér nokkurn veginn sérstefna sem ég get voða lítið útskýrt nema einfaldlega :
Borderline Techno.
Á snjallan hátt gerði James Holden progressive house stefnuna ( sem var nokkuð djammtengd og nánast aðeins gerð til þess að dansa á diskotekum) mjög virðingavæna og náði einhvern veginn að lyfta þessari stefnu á hærri stall í óútskýranlegan hátt.
Hann skaust svo mörgum skrefum fram úr þeim tónlistarmönnum sem tilheyrðu þessari stefnu með pródúseríngum sem enginn annar í danstónlistinni hafði gert en sjálfur vildi hann gera melódíska raftónlist sem hægt var að hreyfa sig við.
Að mínu mati er James Holden jafn framanlega í danstónlistinni og Aphex Twin er í raftónlistinni.
Hann skildi loks eftir sig ótrúlega vel heppanaðann mix disk sem bar nafnið “Balance” sem innihélt tónlist í áðurnefndum dúr og fór þessi diskur sigurför um heiminn.

Nathan Fake - When the sky was pink (HOLDEN REMIX)
Depeche Mode - Darkest Star, James Holden remix
James Holden - A Break In The Clouds

http://www.youtube.com/watch?v=kVZA8kEGkWw&NR=1

þar hafiði það…
þetta er min skoðun,…
hver er ykkkkar..?????