Ég er búin að vera að hlusta á tvær plötur með Atom Heart, sem kallar sig víst frekar Atom(TM) þessa dagana, og eins og alltaf veit maður varla hvað á að halda. En ég ætla að vaxa yfir ykkur lýríkal um þær!

Fyrst er það Geez N´Gosh - My life with Jesus af Mille Plateaux

Miðað við Uwe (hann heitir það svo ég rugli ykkur nú alveg) þá er þetta óvenjulega grúví plata, fullt af glitz, skrans og bíp sándum eins og venjulega, en óvenjulega samhangandi bíti og frekar fönkí grúvi miðað við margt svona glitzí dót. Og ekki má gleyma söngnum, Uwe hefur nefnilega drullu gaman af því að syngja, en felur það alltaf bara í fínni sósu af effektum og pitjsbrenglunum. Þó það sé ekki beint hægt að tala um texta í þessu er þemað mjög augljóslega óður til stóra J, son hins stóra og almáttuga G! Semsé frekar trúarlegt þema en ekki búast við því að heyra mikið gospel, en það litla sem er af því í lokin á síðasta laginu, Calling Jesus, er svo ótrúlega mikil snilld að það hálfa væri nóg! Soul of mine er líka eitt svona “aðgengilegt” Atom(TM) lag og er með flottum kvensöng og fínu grúvi, fínt fyrir partíið eða söfnuðinn :) Semsé, fyrir þá sem finnst Rather Interesting dótið hans Uwe of súrt er alveg hægt að finna gott ef ekki fyndið dót á þessum disk! Tjékkið líka á Jesú í baði á http://www.jesus.com Ég held þó að það sé ekki tengt Atom(TM) á neinn hátt nema bara hvað þetta er fyndið.


Hin platan er svo ein af fyrstu plötunum af Rather Interesting eða Dots, plata númer 24 (þó hún sé önnur útgáfa RI).

Dots er svo ólík öllum þeim plötum sem fólk þekkir með kappanum í seinni tíð að það er í sjálfu sér yndislegt! Gaman að vita að gaurinn er (eða var) mjög þéttur í þessu ljúfa og góða ambient-i sem ég dýrka svo mikið. Bæði þetta mjúka og þægilega sveim sem fær mann til muna áfhverju músík er eina dópið sem vit er í og svo aðeins svona meira drungalegri hugarheimar. Sándið á þessu kann að hljóma doldið einfalt miðað við tímana í dag, en það finnst mér vera tilgangurinn, ambient er og verður tímalaus músík þegar vel tekst til, sama hvort það sé mikið að gerast eða ekki :) Ég ætla að mæla með tveimur lögum af plötuni sem mér líkar mjög vel við, en það eru Seaweed og Spinout Segment, bæði vel löng og fín, pottþétt til að halla sér aftur í sófanum eða stólnum og gleyma sér í annari vídd.

p.s. Ekki gleyma svo Pop Artificelle, en það er plata þar sem hann tekur popp lög og setur svona eins og 240volt inná og gefur þeim gott raflost.

<Bara svo þið vitið það er hægt að nálgast allan gamla katalógin af RI á emusic.com og ef ég fór ekki of hratt yfir þá fær hann víst borgað fyrir hvert dánlódað eintak, kostar reyndar áskriftin en persónulega finnst mér 1500 kall á mán ekki mikið fyrir ótakmarkað dánlód af lista sem er yfir 200.000 lög.>

der GrandMU