Techno.is kynnir mennina á bak við Till the sky falls down, Dash Berlin í fyrsta skipti á Íslandi 3. Ágúst. Þessi hljómsveit sem hefur undanfarið verið að setja allt á annan endan í trance heiminum og var meðal annars í 3. Sæti á árslista Techno.is fyrir árið 2007 mun mæta til Íslands Sunnudaginn í verslunarmannahelgini og skemmta landanum langt fram undir morgun. Ásamt Dash Berlin koma fram þeir Exos og Sindri BM sem verða þá sólbrendir og sjóðheitir eftir að tónleikaferð þeirra við miðjarðarhafið.


Dash Berlin eru hollensk sveit og er hvað þekktust fyrir lagið Till the sky falls down sem og remixið þeirra af Vantem laginu You never Said. Bæði þessi lög hafa verið að heyrast á öldum ljósvakans og er ljóst að fólk virðist taka Dash Berlin hljóminum fagnandi. Loksins loksins fá trance aðdáendur á Íslandi eitthvað fyrir sinn snúð en ekki hefur verið haldið almennilegt trance kvöld hér á landi síðan Dj. Tiesto kom á vegum Techno.is hingað til lands árið 2007.


Dash Berlin kemur frá Haag í Hollandi, það fyrsta sem þeir gerðu var að remixa lag með Sarah Maclachlan. Eftir það fóru hlutirnir strax að gerast og þeir voru uppgötvaðir í gegnum youtube. Í kjölfarið á youtube hypinu var virkilega tekið eftir þeim og þeir fengu samning hjá plötufyrirtækinu hans Armin Van Buuren.



Þeirra fyrsta útgáfa var síðan lagið Till the sky falls down sem fór eins og stormsveipur í gegnum trance heiminn.

Till the sky falls down fékk mikinn stuðning útum allan heim t.d. frá plötusnúðum eins og Armin Van Buuren, Rank 1, Markus Schulz, Sander Van doorn, Tiesto og mörgum fleyri

Till the sky falls down var kosið 3 besta lag ársins 2007 hjá hlustendum “ A state of Trance” og situr enn sem fastest í top 5 hjá Armin Van Buuren persónulega.

Fasta plötusnúðar Techno.is verða að sjálfsögðu á staðnum, Sindri BM mun byrja kvöldið og hita fólk all svakalega vel upp fyrir átökin á dansgólfinu og spila lög af væntanlegum mix disk sínum. Exos mun svo að lokum klára kvöldið eins og honum einum er lagið.


Miðasalan byrjar eftir helgi í Jack and Jones og kostar 1500.