Árslistinn og árslistakvöldið 12. Jan. Nú á Laugardaginn 12. Janúar verður árslisti PZ gerður opinber og hefur hann hingað til alltaf verið góð skemmtun fyrir áhangendur danstónlistar hér á landi. Nú gefst hlustendum kostur á að taka þátt í vali árslistans með því að senda inn lágmark Top10 lista yfir bestu lögin og Top10 bestu breiðskífur ársins 2001. Einnig fá hlustendur tækifæri að kommenta frá um hvað þeim þótti minnistæðast á árinu. T.d. kvöld ársins, remix ársins, staður ársins, producer ársins og vonbrigði árins svo eitthvað sé nefnt.

Eins og venja hefur verið er ávallt haldið árslistakvöld eftir að listinn hefur verið gerður opinber en kvöldið í ár verður haldið á Vegamótum og munu þeir Margeir og Hólmar þeyta skífum og munu þeir að öllum líkindum henda hverjum hús-hittaranum í ár á fóninn.

Sendið póst á pz@isl.is ef þið hafið áhuga að taka þátt í vali listans.