Techno.is kynnir útgáfupartý Plugg'd og Micky Slim 6. og 7. júní. Þann 6. Júní næstkomandi er komið að stund sem margir íslenskir danstónlistar aðdáendur hafa beðið eftir með öndina í hálsinum.
Loksins er komið að því að strákarnir í heitasta plötusnúðagengi landsins gefi út sína fyrstu plötu. Techno.is kynnir fyrstu breiðskífu Plugg‘d.
Platan heitir Sequence og inniheldur 12 lög.
Platan inniheldur einnig endurhljóðblandanir af lögunum “Kókaloga” með Dr.Mista og Mr.Handsome og “Moss” með Gus Gus.

Strákarnir í Plugg‘d þeir Tweak og Frigore hafa undanfarin ár verið að vinna í þessari frumraun sinni í plötuútgáfu. Þeir hafa spilað með nokkrum af stærri nöfnum danstónlistarheimsins þar á meðal; Dj Tiesto, Benny Benassi, Fedde Le Grand og lengi mætti áfram telja.

Plugg‘d hafa undanfarið fært okkur aragrúa frábærra laga og endurhljóðblandana. Lög eins og R U Ready, Tw@ og endurhljóðblandanir eins og Kokaloca, Breath, Moss, Your not alone og fleiri góð. Endurhljóðblöndun þeirra á laginu Kokaloca var valið lag ársins 2007 á útvarpstöðini Flass 104,5 og sömuleiðis var lagið í efsta sæti á árslista techno.is fyrir árið 2006. Í tilefni þess að strákarnir í Plugg‘d eru að gefa út sína fyrstu plötu ætlar Techno.is að standa fyrir stórveislu á skemmtistaðnum Nasa föstudagskvöldið 6.júni. Ásamt Plugg‘d kemur fram Exos og sérstakur gestur á þessu kvöldi sem er enginn annar en breski plötusnúðurinn Micky Slim.



Micky Slim er án efa einn áhugaverðasti plötusnúður sem hefur brotið sér leið inn í House tónlist á seinni árum. Sagan hans Micky er áhugaverð svo ekki sé meira sagt, þessi Birningham harðjaxl er mættur og tilbúinn að taka við.

Ef árið 2005 var árið sem áhugafólk um danstónlist fór að tala um Micky þá er 2006 árið sem sama fólk fór að öskra það af húsþökum, enda ekki nema von. Verkin sem hann hefur nú þegar skilið eftir sig eru búinn að koma Micky á hán stall í danstónlistini og er hann umtalaður um heim allann. Hann er ekki bara einhver efnilegasti plötusnúður bretlands heldur heimsins og er ljóst að hann er bara rétt að byrja.

Þó svo að ástarsamband Micky við house tónlist sé búið að endast í um 10 ár þá eru aðeins um 2 ár síðan hlutirnir fóru að gerast fyrir alvöru hjá honum. Eftir að hafa spilað á ótal litlum klúbbum og börum í Englandi leigði Micky klúbb í Wolverhampton í april 2005 og hélt góðgerðar fjáröflun fyrir fórnarlömb fljóðbilgjunar í asíu. Kvöldið heppnaðist svakalega vel og orðrómurinn fór á kreik. Í framhaldi af þessu klúbbakvöldi var hann allt í einu orðin töluvert eftirsóttari plötusnúður og fékk hann að spila með nöfnum eins og Yousef, Jose Nunez, Richard F og Tom Neville. Micky byrjaði semsagt að spila seinni og lengri sett á klúbbunum sem hjálpaði honum að gera settið sitt ennþá einstakara.

Hjólin snérust þó fyrst hratt þegar að stór aðdáendahópur Micky gekk í augun á einum af forsvarsmönnum Godskitchen, Mark Gillespie. Mark var fljótur að bæta Micky í hóp Godskitchen electric resident plötusnúða, vissulega stór stund fyrir micky enda hafði hann mætt á allar Godskitchen Global Gathering hátíðarnar fram að þessu aðeins sem aðdáandi. Godskitchen hjálpaði honum að stíga skrefið uppávið og spilaði hann heima við með plötusnúðum eins og Erick Morillo, Chris Lake, Richard Dinsdale og James Zabiela og svo í júlí spilaði hann í fyrsta skipti á Global Gathering. U.þ.b. 50 þúsund manns komu á global gathering 2006 og spilaði Micky á sama sviði og Deep Dish, Steve Lawler og Tiesto.

Á global var heppnin með Micky og þar sem að James Zabiela var fastur í umferð, spilaði micky 45 mín af skítugu, acid, bangin electro og brjálaða tech house tónlist fyrir hlustendur útum allan heim í essential mixi BBC radio 1. Þetta sett hefur fært honum umtal og hrós hvaðan af úr heiminum og er það augljóst að innan fárra ára á micky eftir að vera ofarlega á listanum yfir bestu plötusnúða heims.

Hér á Íslandi kannast fólk hvað helst við micky slim útaf remixinu hans af hinu goðsagnarkenda lagi Jump around sem hljómsveitin House of Pain gerðu ódauðlegt. Micky slim er fasta gestur í dj græjum plötusnúða Techno.is og erum við því spenntir yfir því að Micky Slim spili á Nasa 6. Júní í boði Techno.is

Daginn eftir eða þann 7.júní býður Techno.is síðan upp á útgáfuveislu í Sjallanum Akureyri en þar koma fram EXOS, Plugg‘d, Sindri Bm og Dj Leibbi (No request). Sjallinn verður settur í sérstakan hátíðarbúning og mælum við með því að enginn danstónlistarunnandi búsettur á Akureyri láti þetta fram hjá sér fara. Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem Techno.is heldur kvöld á Akureyri og ætlum við því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að búa til frábæra skemmtun í þessum frábæra bæ.

Platan “Sequence” með Plugg'd verður seld við inngang Nasa 6.júni og við innganginn í Sjallanum 7.júni. Eftir það verður platan seld á útvarpsstöðinni Flass 104,5 á skrifstofutíma.