Sander Van Doorn er eitt af stærstu nöfnunum þegar hugað er að velgengni innan danstónlistar síðustu ára. Skapandi sess fyrir nafnið sitt, hin nauðuga súperstjarna frá Eindhoven í Hollandi hefur skotið sér uppá stjörnuhimininn, þrep fyrir þrep með sínum snillar settum sem hafa hitt beint í mark á dansgólfum í kringum allan hnöttinn. Hans smitandi eldmóður og skemmtilegi persónuleiki hafa unnið hug og hjörtu heillar hersveitar að aðdáendum sem slefa útum við tilhugsunina að heyra hans fyrstu frumraun: “Superanturalistic”. Platan kemur út 3. mars næstkomandi á heimsvísu og hefur Sander nú þegar hafið heimstúr til kynningar á plötunni. Hann byrjaði túrinn í Írlandi 15. febrúar síðastliðinn og fer um alla evrópu, með stoppi í Kanada, Bandaríkjunum, Singapore og Bangkok. Svo spilar hann á sérstöku árslistakvöldi Techno.is þann 8. mars n.k.



“Supernaturalistic” inniheldur 12 lög þar sem hvert og eitt þeirra hefur sína sögu að segja. Fullkomnun dansgólfsins með “Riff”, ertandi King Bee brot á “By Any Demand” og mínímalíska stórstykkið “Grasshopper” eru öll nútíminn í mikið breyttu formi. Það er búið að spila þessi lög út og í gegn yfir seinasta ár og hefði það verið hálfgerður glæpur að hafa þau ekki með á “Supernaturalistic”, en reyndar leitt að það hefur ekki verið gert pláss fyrir “King of My Castle”, en liggur þá frekar athygglin betur hjá restinni af plötunni. En þessi þrjú lög voru öll miklir hittarar fyrir dansgólfin, sérstaklega í heimalandi Sander þar sem þau réðu ríkjum bæði á danstónlistar- og commercial listum.

“Look Inside Your Head” er frábært intro, ásækin melódía með sefandi trance-i sem hreinlega sýnir okkur hvers má í raun vænta af þessari plötu, sem síðan snyrtilega samblandast útí næsta lag: “Riff”. “Riff” var einmitt valið lag ársins 2007 í árslista Techno.is. Aðdáendur hins sársaknaða ‘Purple Haze’ eiga eftir að fylgja trans dáleiðslunni sem “15” og þar á eftir “The Bass” veita með sínum fransk-kossa-líka hápunkti sem minna óneitanlega á yngri ár Sanders, og eiga eflaust eftir að verða enn einir dansgólfa hittararnir. Hinn skyldubundni downtempo slagrari fylgir fljótlega á eftir með nafninu “Lobby”, og eins og restin af plötunni er lagið gagntekið með dökku yfirbragði en er svo fullkomlega hreint og sterkt að Sander hefur tekist að skapa einstaka elektróníska plötu.

Sander Van Doorn
Áststríða Sander Van Doorn fyrir mínímalísku technoi, sem fyrst kemur fyrir í “Grasshopper”, þennst út í “Sushi” og “Apple”. “Apple” er áhrifsmeira lag, sprengiþráður sem byggist upp og stingur í gegn þegar lagrænum hápunkti er náð á meðan “Sushi” er stökkpallur fyrir þó hærra settu “Grasshopper”. Hinn trítlandi en þó ógnvekjandi “Dozer” gefur sinn skammt af því harða techno-i sem Sander hefur uppá að bjóða, “The Bass” er vert að skoða sem næsta umdeilanlega síngul, hann mun allavega koma til með að sprengja dansglaða klúbba unendur á dansgólfinu. Eins verður hægt að sökkva sér niður í melódíunni “Pura Vida”. Lokalag plötunnar “Outrospective” geislar af bjartsýni og gefur plötunni verðskuldað lokayfirbragð eins og Sander er einum lagið…

Þegar endum er náð saman er “Supernaturalistic” vel úthugsuð plata sem fær hlustandann til að standa upp og taka þátt í skemmtiferðinni sem platan býður uppá. Við hér hjá Techno.is erum sannfærð um að þetta er ein af þeim plötum sem verður talað um allt árið! Endilega skellið ykkur á eintak af plötunni þegar hún kemur út: 3. mars!



Lagalisti Plötunnar:

1. Look Inside Your Head 3:11
2. Riff 5:09
3. By Any Demand 3:24
4. 15 5:44
5. Pura Vida 5:44
6. Sushi 5:24
7. The Bass 4:44
8. Lobby 3:14
9. Apple 5:38
10. Grasshopper 3:49
11. Dozer 4:46
12. Outrospective 6:41

Aukalag: Sia - The Girl You Lost To Cocaine 7:05