Techno.is kynnir sitt metnaðarfyllsta verkefni til þessa. Komu hollenska plötusnúðarins Sander Van Doorn en hann spilar á Nasa 8.mars ásamt Exos, Mr.Goodman og Bjossa Brunhein. Forsalan er nú þegar hafin í Jack and Jones Kringlunni og kostar 2000 kr. Það er ekkert leyndarmál að Sander Van Doorn er uppáhalds plötusnúður Techno.is um þessar mundir. Sander Van Doorn átti toppsæti árslista Techno.is fyrir árið 2007 sem fluttur var á dögunum með lagið “Riff” en það hefur verið að gera ótrúlega hluti á dansgólfum út um allan heim.
Sander Van Doorn stendur fyrir fjölbreyttum stíl og hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir að sameina ólíkar stefnur techno og trance tónlistar. Sjálfur spilar hann blöndu af ólíkri danstónlist á borð við House, Techno, Minimal Electro og Trance. Sander Van Doorn er án efa eitt athyglisverðasta nafnið í danssenunni um þessar mundir og eftir að eiga hvern smellinn á fætur öðrum á vinsældarlistum danstónlistar gagnrýnanda er óhætt að segja að Sander Van Doorn sé einn eftirsóttasti plötusnúður og danstónlistarmaður heimsins. Plötusnúðurinn Sander Van Doorn er jafn vinsæll og tónlistarmaðurinn Sander van Doorn. . Hann var valinn í 15. sæti yfir vinsælustu plötusnúða heimsins að mati Dj Mag top 100 og Árið 2006 lenti hann í sæti númer 32 og kom þar nýr inn á listann. Dj Mag er vinsælasti og jafnframt virtasti vinsældarlisti plötsnúða heimsins í dag með langt yfir 200.000 atkvæði.

Sander var einnig auglýstur sem eitt aðalnúmerið á vinsælustu danshátíðum Evrópu síðasta sumar og hlaut hann þann heiður að loka “Godskitchen” sem er stærsa tjaldið á Global Gathering hátíðinni en þar höfðu komið fram Armin Van Buuren, Paul Van Dyke og Ferry Costen.
Sander van Doorn er nú þegar búinn að taka 3 heimsreisu túra og á enn eftir að gera margt áður en árið er á enda. Hann mun ferðast um Bandaríkin í október, spila í Los Angeles, Miami og New York, síðan er það Canada og loks annar Ástralíu túr.
Ástæða komu Sander Van Doorn til Íslands er samvinnuverkefni Techno.is og Doorn records sem er útgáfufyrirtæki Sanders en um er að ræða fjögurra mánaða langan dj túr til að kynna fyrstu breiðskífu Sanders sem ber nafnið “Supernaturalistic”. Platan verður kynnt út um allan heim með komu Sanders meðal annars í Filipseyjum, Syngapore og Kairo í Egyptalandi.
Platan hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur nú þegar hjá stærstu plötusnúðum og tólistarmönnum heimsins innan danssenunnar á borð við Dj Tiesto og Carl Cox en Cox endurhljómblandaði fyrstu útgáfu Doorn records. Platan inniheldur 12 lög en um er að ræða heitustu lög Sanders hingað til og má þá nefna “By Any Demand”, “Riff”, “The bass” ásamt bónuslagi plötunnar “the girl you lost cocain” með söngkonunni Sia en það lag er eitt allra vinsælasta danslag dagsins í dag og heyrist spilað af nær öllum helstu plötusnúðum dansseununnar.

Jafningjar Sanders halda því fram að hann sé bjargvættur danstónlistarinnar og við getum aðeins verið sammála þeirri fullyrðingu með það í huga hvað þessi 28 ára Hollendingur hefur afrekað á aðeins þremur árum. Á leið sinni upp á stjörnuhimininn hefur hann tekið stóran þátt í því að breyta danstónlist eins og við þekkjum hana. Hann er tónlistarmaður í sér klassa. Einu sinni fylgdarmaður, en núna er Sander van doorn sannur leiðtogi.
Þegar Sander byrjaði í sínu eigin stúdíói, hvorki hann né fólkið í kringum hann gat gert sér grein fyrir því hversu mikil áhrif hann myndi hafa á danstónlist. Tónlistin hans Sanders hvort sem það er undir nafninu Sander Van Doorn, Sam Sharp eða Purple Haze er mjög aðgeingileg. Tónlistini blæðir bókstaflega í gegnum margmiðlunarheim danstónlistarinnar og er spiluð af allskonar plötusnúðum útum allan heim. Nýlegar afurðir hans eru meðal annars: Grasshopper, By any Demand, King of my Castle og hið magnaða lag RIFF hafa sett Sander á stall sem einn af virkustu og færustu danstónlistarmönnum heims. Öll þessi lög hafa fengið mikla útvarpsspilun á mörgum af stærðstu útvarpsstöðvum heims. Hann er einsmanns hljómsveit sem semur, flytur og masterar sín eigin verk.


Sander Van Doorn kemur fram á árslistakvöldi Techno.is laugardagskvöldið 8.mars ásamt því að kynna sína fyrstu breiðskífu “Supernaturalistic”. Húsið opnar klukkan 23:00 en forsalan er nú þegar hafin í Jack and Jones Kringlunni og kostar 2000.kr. Miðaverð er 2500 kr við hurð. Sander Van Doorn mun vera gestaplötusnúður og koma fram í útvarpsþættinum Flex á Xinu 9.77 laugardagskvöldið 8.mars. Gefnir verða miðar í beinni útsendingu og mun Sander Van Doorn vera tekin í viðtal.
Sérstakur upphitunarþáttur verður í útvarpsþættinum Techno.is fimmtudaginn 6.mars á Flass 104,5 þar sem spiluð verða lög eftir Sander Van Doorn.
Ekki missa af Sander Van Doorn í fyrsta sinn á Íslandi laugardagskvöldið 8.mars á Nasa í boði Techno.is.