Inn á korkanna koma oft atyglisverðar umræður.
Finnst mér þá full ástæða sem einn af stjórnendum þessa áhugamáls að birta kork Olafbj sem grein og vonast ég eftir málefnalegum umræðum.
Fyrir neðan ummæli Olafbj, kemur mitt svar.


Klúbbasenan að niðurlotum komin?
er það bara ég eða er offramboð á klúbbakvöldum þessar vikur og mánuði? techno.is, agent.is, flex og svo það nýjasta jón jónsson. ég man þá tíð þegar klúbbakvöldin voru haldin annann til þriðja hvern mánuð og ávallt smakkfullt hús. maður beið með eftirvængingu. núna eru klúbbatengdir viðburðir nánast hverja viku, og afleiðingin oft hálftómur kofi. fólk þarf að vega og meta hvað á að fara á peninganna vegna, eða jafnvel hugsar bara “æji nenni ekki í þetta sinn, það er eitthvað í næstu viku eða þeirri þarnæstu”. maður heyrir varla auglýsingatíma í útvarpi án þess að þar hljómi auglýsing frá jóni jónssyni að plögga einhverskonar rafrænan viðburð. fyrr má nú rota en dauðrota. telja allir sig hafa fundið nýja gullnámu eða hvað? kannski er þetta bara ástæðulaus ótti í mér ..

olafbj



Senan er að stækka og með auknum vinsældum danstónlistar á Íslandi þá fjölgar kvöldunum.
En niðurstaðan er þessi :
Fólk velur og sækir sín uppáhaldskvöld.
Ég hef tekið sérstaklega eftir þvi að það eru mjög ólíkir hópar að sækja mismunandi kvöld.


Party zone kvöldin hafa sitt fólk sem er gjörólíkt flex.is fólkinu sem kemur ekki á Techno.is kvöldin sem hlær að Agent.is liðinu.
Auðvitað blandast þetta eitthvað og margir mæta á allt.

Ég verð að segja að ég ber endalausa virðingu fyrir Party zone sem er komnir undir sama hatt og JON Jonsson. Þarna eru þeir elstu og virtustu í branzanum, (Margeir og Stebbi Stef). Þeir voru að halda klúbbakvöld áður en greinarhöfundur uppgötvaði þungarokk.
(Þetta Tommy Lee party er samt út í hött og mun án efa spilla orðspori Jon Jonssonar að hluta til)
Þeir hefdu átt að presenta þetta undir öðrum formerkjum.


Flex.is og Techno.is eru nákvæmlega jafn gömul fyrirtæki.
(Reyndar er hélt techno.is sitt kvöld í februar 2005 á Grandrokk en flex.is hélt sitt fyrsta opinbera kvöld á Nasa í júni 2005.)

Bæði þessi fyrirtæki hafa verið að kynna að þeirra mati ferskustu og færustu plötusnúða heims hverju sinni. Techno.is, Flex.is og Party zone bera ávalt saman bækur sínar og ákveða fyrirfram hver er með hvaða uppákomu á hvaða dagsetningu og hefur það gengið mjög vel hingað til.

Agent.is er afsprengi “Óla Geirs” frá Kelfavík.
Stefna hans í gegnum árin hefur verið tengd Páli Óskari og “Splash partyunum góðkunnu sem hafa verið á Séð og heyrt síðum með drukknum, sóðalegum ungmennum í blautbolakeppni.”. Um er að ræða gerilsneydda popptónlist á borð við Jessica Simpsons og Rihana, svipað og ÁKI Pain spilar 7 sinnum á góðu kvöldi.
Ég ranghvolfi augunum við því Agent.is sé að snúa sér að “klúbakvöldunum” þar sem þessi kvöld hafa nákvæmlega ekkert með “klúbbasenuna” að gera.
Sérstaklega þar sem Óli Geir notar nákvæmlega sama texta og uppbyggingu á auglýsingum sem Techno.is hefur ávallt notað.
(Verið er að skoða þetta mál nánar og er verið að undirbúa hugsanlega kæru varðandi þetta við samkeppnisráð þar sem textinn er stolinn)

Við hjá Techno .is höfum djúpar áhyggjur á að vera ruglað saman við Agent.is þar sem um gjörsamlega sitthvorn hlutinn er að ræða, og Techno.is hefur skapað sér gott nafn innan senunnar.

Ég hef ávalt stutt heilbrigða samkeppni og promotera sem gera hlutina af metnaði og eru til fyrirmyndar eins og Barcode, Party zone og Breakbeat.is svo að einhverjir séu nefndir. En þegar fólk hreinlega stelur hugmyndum og reynir að græða á vinnu annara þá segir maður hreinlega " já sæll….eigum við að ræða það eitthvað…..!!!!!!!


Exos