Party Zone og Jón Jónsson í samvinnu við Egils Lite kynna með stolti:
 Árslistakvöld Party Zone 2007. Á Nasa Laugardagskvöldið 19.janúar.
  Marc Romboy (Ge)
  Tomas Andersson (Se)
  DJ Casanova (Hafnafjörður)
  DJ Lazer (Hvolsvöllur)
  Super Diskant (Se)
 Stærsti viðburður Dansþáttarins  Partý Zone á hverju ári er
 árslistakvöldið mikla, þriðju viku janúarmánaðar og nú í þrettánda skiptið!
 Í fyrra leituðum við til Berlínar, þegar við fengum  Booka Shade til að
 trylla landan. Þýskaland er ennþá mál málanna og nú er það
 líklega virtasti raftónlistarsnillingur Þýskalands,  Marc Romboy, sem verður aðalnúmer kvöldsins.
 Hann hefur meðal annars verið samverkamaður  Stephan Bodzin og  Gui Borratto
 undanfarin misseri og hafa þeir skapað sinn dínamíska minimal
 hljóðheim sem kemur öllum alltaf í stuð! Fyrirliði Svía  Tomas
 Andersson kemur fram live og heldur á lofti prinsippi
 þáttarins í seinni tíð um að vera með lifandi tónlist á boðstólnum.
 Með honum í för eru partýsnúðar sem eru heitir í heimalandi sínu undir
 nafninu  SuperDiskant. Saman (í fyrsta sinn) munu Dj  Casanova og  Sexy Lazer halda uppi
 heiðri Íslands af stakri snilld.
 Tilefnið er sem fyrr sjálfur árslisti  Party  Zone sem verður á dagskrá
 Rásar 2 þetta sama kvöld frá 19:30 til miðnættis. Þar verða kynnt 50 bestu lög ársins
 2007 sem valin eru af ríflega 30 plötusnúðum, frumkvöðlum í íslenskri
 danssenu og hlustendum þáttarins.
 Þetta er 18. árslisti Party Zone og í lok þáttarins kemur í ljós
 hvert er lag ársins?
> Forsala hafin á  www.midi.is og í verslunum Skífunnar. Verð í forsölu er 1900 kr.
 Marc Romboy á    http://www.marcromboy.com 
 Marc Romboy á MySpace:  http://www.myspace.com/marcromboy 
Marc Romboy biography; 
 http://discogs.com/artist+Romboy Tomas Andersson á MySpace:  http://www.myspace.com/sventomas
 Jón Jónsson á MySpace:  http://www.myspace.com/alltafistudi
 Party Zone á  http://www.pz.is 
 Party Zone á Myspace:  http://www.myspace.com/mypartyzone