Sander Van Doorn er án efa eitt allra heitasta nafnið í danstónlistinni í dag. Eftir að hafa verið auglýstur sem eitt aðalnúmerið á vinsælustu danshátíðum Evrópu síðasta sumar og eftir að eiga hvern smellinn á fætur öðrum á vinsældarlistum danstónlistar gagnrýnanda er óhætt að segja að Sander Van Doorn sé einn eftirsóttasti plötusnúður og danstónlistarmaður heimsins. Sander Van Doorn stendur fyrir fjölbreyttum stíl en hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir að sameina ólíkar stefnur techno og trance tónlistar. Fyrir stuttu síðan kom út eitt allra stærsta lag ársins á hans eigin plötuútgáfu “Doorn Records”. Lagið heitir “Riff” og hefur verið að gera ótrúlega hluti á dansgólfum út um allan heim.


Við verðum að gefa honum það, Sander Van Doorn er einstaklega hæfileikaríkur einstaklingur. Jafningjar hans halda því fram að hann sé bjargvættur danstónlistarinnar og við getum aðeins verið sammála þeirri fullyrðingu með það í huga hvað þessi 28 ára Hollendingur hefur takmarkað á aðeins þremur árum. Á leið sinni upp á stjörnuhimininn hefur hann tekið stóran þátt í því að breyta danstónlist eins og við þekkjum hana. Hann er tónlistarmaður í sínum eigin klassa. Einu sinni fylgdarmaður, en núna er Sander van doorn sannur leiðtogi.

Þegar Sander byrjaði í sínu eigin stúdíói, hvorki hann né fólkið í kringum hann gat gert sér grein fyrir því hversu mikil áhrif hann myndi hafa á danstónlist. Tónlistin Sanders, hvort sem það er undir nafninu Sander Van Doorn, Sam Sharp eða Purple Haze er mjög aðgeingileg. Tónlistini blæðir bókstaflega í gegnum margmiðlunarhei
danstónlistarinnar og er spiluð af allskonar plötusnúðum útum allan heim. Nýlegar afurðir hans eru meðal annars: Grasshopper, By any Demand, King of my Castle og hið magnaða lag RIFF hafa sett Sander á stall sem einn af virkustu og færustu danstónlistarmönnum heims. Öll þessi lög hafa fengið mikla útvarpsspilun á mörgum af stærðstu útvarpsstöðvum heims. Hann er einsmanns hljómsveit sem semur, flytur og masterar sín eigin verk.

Plötusnúðurinn Sander Van Doorn er janf vinsæll og tónlistarmaðurinn Sander van Doorn. Hann hefur safnað saman stórum aðdáendahóp sem dreifir sér útum allann heim á met tíma. Hann er einstaklega vinsæll á Myspace með fjöldan allan af vinum, hann notar ekki bot heldur er þetta fullkomlega eðlilegur fjöldi aðdáenda.

Aðeins á seinasta ári kom hann framm þrisvar sinnum á BBC Radio 1, sem er með einn stærsta hlustendahóp útvarpsstöðvar í heiminum. Hann hefur meðal annars séð um sinn eigin 2 tíma þátt þegar hann leysti af meistarann Eddie Halliwell. Fær hann eflaust mun meira fylgi í kjölfarið.

Sander van Doorn er nú þegar búinn að taka 3 heimsreisu túra og á enn eftir að gera margt áður en árið er á enda. Hann mun ferðast um Bandaríkin í október, spila í Los Angeles, Miami og New York, síðan er það Canada og loks annar Ástralíu túr. Að upplifa kraftinn sem kemur þegar Sander van Doorn er á sviði er eflaust eitthvað sem þú vilt ekki missa af.

Með eftirvæntingu bíða aðdáendur eftir fyrstu breiðskífu Sanders sem enn er þó ekki komin með útgáfudag, en við getum rétt ýmindað okkur þá snilld sem kappinn er búinn að kokka upp.

Nánari upplýsingar um Sander er að finna bæði á vefsíðu kappans: http://www.sandervandoorn.com/ og http://www.myspace.com/sandervandoorn