Það verða resident plötusnúðar Flex Music sem munu þeyta skífur á Iceland Airwaves hátíðinni sem hefst þann 17. október næstkomandi. Verða þeir við öll völd á skemmtistaðnum Barnum við laugaveg á föstudagskvöldinu og hefja þeir leik rétt um klukkan fjögur leytið þegar hátíðin stendur sem hæst. Þess má geta að á Barnum verður upplýsingaveita Airwaves hátíðarinnar.Aðrir plötusnúðar sem koma fram eru meðal annars Asli, Óli Ofur, Kalli, Ewok, President Bongo, Thor, Ingvi, Margeir (aka Jack Schit) og Leopóld. Smelltu hér (http://www.icelandairwaves.com/artists.asp?festivalID=3&pageID=18) til þess að sjá hvaða tónlistarmenn og plötusnúðar koma fram á hátíðinni.
Búið er að raða niður staðsetningu og tíma á alla sem spila á hátíðinni.