Sean Danke + Ghozt & Brunhein á Akureyri (Flex Music) Flex Music ætlar að bjóða upp á sannkallaða dansveislu á Akureyri.

Sean Danke sem flestir þekkja sem Grétar G, ásamt Ghozt & Brunhein munu troða upp í Sjallanum á Akureyri, laugardagskvöldið 29. september næstkomandi.

Flex Music efnir til klúbbakvöld á skemmtistaðnum Sjallanum með stækkuðu hljóð- og ljósakerfi þar sem fram koma þrír af betri plötusnúðum sem þjóðin hefur að geyma.

Á þessu kvöldi munu tónar á borð við house, tech-house, electro og progressive verða í fyrirrúmi svo búist er við flottri íslenskri dansveislu.

Aðeins mun kosta 1500.- inn og verða eingöngu miðar seldir við hurð.