Þann 15. september verður danstónlistarpartí á bát í Reykjavíkurhöfn í boði Corona, nánar tiltekið á Humarskipinu, en það er veitingastaður sem hefur verið starfræktur síðan snemma í sumar. Humarskipið er fast við bryggju, staðsett í höfninni fyrir neðan Tvo Fiska og Kroa Thai, mitt á milli Kolaportsins og Hamborgarabúllunnar. Partíið verður á öllum þremur hæðurm skipsins, og mismunandi músík á hverri hæð fyrir sig.


Strákarnir í Breakbeat.is munu taka undir sig efstu hæðina og kokka ofaní mannskapinn Drum n’Bass tónlist af ýmsum toga eins og þeir hafa gert undanfarin sjö ár af mikilli snilld, það verða þeir Ewok og Kalli sem standa vaktina í brúnni. Gengið er inn á efstu hæð skipsins þannig að það kemur í þeirra hlut að sjá til þess að allir komi dansandi inn í skip.

Miðhæðin verður öllu rólegri, þar verður sett upp hljóðkerfi sem seitlar útúr sér ljúfum chillout tónum frá Panoramix fyrir þá sem þurfa að slappa af, undirbúa sig fyrir dansinn eða bara sejast niður og spjalla, kærkomin nýung í Íslenskt klúbbalíf.

Á neðstu hæðinni tekur við gluggalaus kjallari, sem eingöngu verður notaður sem dansgólf, það er alveg ljóst að það verður ekki fyrir hvern sem er að fara þangað niður, myrkur, músík, ljósa- og hljóðkerfi sem hittir í hjartastað verður það sem stendur uppúr, hið sanna underground fær uppreisn æru undir stjórn Barcode manna, fullskipað lið í lestinni; Óli Ofur, JonFri, Mr. Cuellar og Trix sjá um að færa fólkinu Techno í margbreitilegum búningi.


Það er ekki vitað til þess að samskonar partí hafi verði sett upp hér á landi og því ekki skrítið að spenningur hafi gripið um sig hjá þeim sem hafa heyrt af þessu giggi, spenningurinn er ekki minni hjá aðstandendum kvöldsins sem segjast ekki hafa komist í jafn töff vetfang fyrir danspartí hér á landi.


Láttu þig ekki vanta í danspartí í Humarskipinu 15. september, frábær músík, frábær staður og styrktaraðili kvöldsins sér til þess að enginn þurfi að verða þyrstur um borð.

Aðgangseyrir er eingöngu 500 kall, og það er 20 ára aldurstakmark.



www.myspace.com/barcodecollective
www.breakbeat.is