Techno.is kynnir Chris Lake á Broadway
föstudagskvöldið 7.september ásamt Exos, Danna Bigroom
og Plugg'd.
Forsalan fer fram í Allsaints kringlunni og kostar
2000. kr.

Chris Lake er eitt heitasta nafnið í danstónlistinni í
dag en hann skaust upp á stjörnuhimininn með laginu
“Changes” sem náði gríðarlegum vinsældum út um allan
heim. Chris Lake hélt svo sigurgöngu sinni áfram með
sumarsmellnum “Carry me away” sem varð mjög vinsælt
bæði hér á Íslandi og erlendis. Chris Lake hefur þá
farið hringinn í kringum hnöttinn á örskömmum tíma og
spilað á öllum helstu og stærstu klúbbum heimsins.
Chris flýgur til Íslands beint frá Ibiza en hann er
nýkominn úr vel heppnuðum Ástralíu og Asíu túr. Nú er hann að gera sig kláran fyrir annað
ferðalag því hann er að spila í Suður Ameríku í
október.
Chris Lake hefur fengið mikinn stuðning og hrós frá
nokkrum af stærstu nöfnunum í danstónlistinni þá
sérstaklega Sasha, Sander Kleinenberg og Pete Tong en
Hann var einmitt gestaplötusnúður hjá Pete Tong
í þekktasta danstónlistarþætti heimsins “the essential
mix” á BBC radio 1 þann 5.ágúst síðastliðinn. Pete
Tong hafði þá áður kynnt Chris Lake sem eina björtustu
von Skotlands þegar hann gerði plötuna ‘Essential New
Tune’ í desember 2005. Pete Tong var fljótur að lýsa
því yfir að Chris Lake væri það besta sem hefði komið
frá Skotlandi síðan Mylo kom á yfirborðið. Árið 2005
var þáttaskil fyrir Chris sem plötusnúð. Samstarf hans
með Rhythm Code undir ýmsum nöfnum eins og Ramsey og
LAB music með endurhljóðblöndum af lögum eftir Delacy,
Strech og Vern og Quivver fengu einróma lof frá bæði
blaðamönnum og þekktum danstónlistartímaritum eins og
“Dj Magazine” og “Mixmag”.
Það er því sannur heiður fyrir Techno.is að opna
haustið með einum ferskasta plötusnúð heimsins í dag,
á stærsta skemmtistað landsins, Broadway þann
7.september. Techno.is hefur staðið fyrir stærstu
klúbbakvöldum landsins þetta árið en hefur
nú aftur starfsemi sína eftir 3 mánaða sumarfríi. Það
ríkir mikil spenna og eftirvænting hjá Techno.is
fyrir komu Chris Lake en hann spilar með Exos, Danna
Bigroom og vinsælustu plötusnúðum Íslands um þessar
mundir en það eru strákarnir í Plugg'd sem hafa
verið að gera stórkostlega hluti í dansmenningu
þjóðarinnar. Fylgist vel með þættinum Techno.is öll
fimmtudagskvöld á flass 104,5 milli 22.00 og 01.00 og
kíkið á heimasíðu Techno.is fyrir allar nánari
upplýsingar.