Laugardaginn næstkomandi eða 21. júlí ætla Páll Óskar og Plugg'd að taka höndum saman og slá til heljarinnar dansveislu á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll.

Húsið opnar 23:00 og er veislan í boði Burn. Frír Burn kokteill fyrir þá fyrstu og það kostar aðeins 1000 kr.- inn.

Ef þið viljið komast frítt inn þá er um að gera að fylgjast með á útvarpsstöðvum eins og FM957, Reykjavík FM og Flass en þar verða gefnir miðar í vikunni.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Páll Óskar og Plugg'd spila saman en eins og einhverjir vita þá hafa strákarnir í Plugg'd verið að remixa lög fyrir þennan vinsælasta plötusnúð Íslands.

Stuðið verður á Nasa um helgina!